Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 53
TILGANGSLAUST AÐ VEITA VIÐNÁM!
Dilettantowitsch og ég hef fyrst fyrir skömmu frétt að hann hét einnig því
samsæriskennda nafni Ernst, þá flúði ég inn í hornið lengst bakatil.
Hlaðið fyrir framan er horfið ásamt veröndinni, rósagarðinum og litla
gosbrunninum. Nýja húsinu var stjakað alveg fram að gömlu gangstéttinni,
hver einasti blettur af grunninum nýttur, og þegar ég stóð fyrir framan það
nýverið rann enn á ný upp fyrir mér hver var kjarninn í þeirri breytingu,
hvort heldur mönnum líkaði betur eða verr, sem dundi yfir austurbæinn
fyrir sjö árum. Ég ímyndaði mér að það væru ennþá Honecker-tímar sem
ekki sæi fyrir endann á og að ég sæti, eins og ég hef oft gert, meðal
skrifstofufólksins úr nágrenninu á brunnbrúninni, heyrði gjálfrið í litlu
gossúlunum og allt í einu segði rödd innra með mér: Lyftu upp borunni
drengur, þú situr á tuttuguþúsund vesturmörkum! - í þá daga hefði ég stutt
fingri á ennið en núna yppi ég öxlum því núorðið, eftir að notagildið hefur
umbreyst í skiptaverð, kostar einn einasti fermetri í miðri fæðingarborg
minni þetta í raun.
Það kom víst bara einfeldningum á borð við mig á óvart að græðgin í land
ífærðist rándýrsham við verðlag af þessu tagi. Þannig stemmning hlýtur að
hafa ríkt á nýsköpunartímunum fyrir aldamót í Berlín meðal fólks sem átti
þá smápeninga í vasanum sem með þurfti til að tí- eða hundraðfalda þá með
eldingarhraða. Það var ekki bara ég sem tók andköf þegar eitthvað varð
opinbert - örsjaldan að vísu - um viðskiptin með fasteignir í þjóðareign. En
menn höfðu tæpast dregið að sér andann á ný til að reka upp hneykslunaróp
þegar tilkynning barst um næstu húsaleiguhækkun og þeir æddu til réttar-
ráðgjafans til að afstýra að minnsta kosti ósvífnustu atlögunum að hinum
nýfengnu vesturpeningatekjum; oftast án árangurs.
Blöðin okkar? Guð hjálpi mér! Annaðhvort hafði samkeppnin drepið þau
fyrir löngu ellegar þá að vestanmenn höfðu stefnumörkunarvald ritstjórn-
anna tryggilega í hendi sér. Sá sem eftir tuttugu ár ætlar að sækja sér fróðleik
um okkar tíma í blöðin hlýtur að fá þá hugmynd að stemmningin hafi
markast af bjartsýni og engar efasemdir verið uppi. Þegar menn lýsa
byggingaframkvæmdunum sóa þeir býsnum af mergjuðum sagnorðum og
æpa sig hása af lýsingarorðum í efsta stigi („stærsta byggingarlóð Evrópu“),
rétt eins og í því fælist eitthvert verðmæti í sjálfu sér að færa til nokkrar
miljónir tonna af sveitarfélagssandi. Þarna birtist í raun lífssýn sjötta og
sjöunda áratugarins þegar menn hrifust, jafnt í austri sem vestri, af mögu-
leikum svæðisbundinnar endurreisnar í borgarbyggð og sex akreina hrað-
brautir töldust til framfara. Það var komið fram á áttunda áratuginn þegar
Wedding-hverfið í Vesturberlín, sem var svo líkt Prenzlauer Berg-hverfinu
að menn rugluðu þeim saman, var nánast jafnað við jörðu og sama árið og ég
TMM 1998:3
www.mm.is
51