Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 54
KLAUS SCHLESINGER
skipti um borgarhluta risu upp mótmæli gegn endurreisnarstefnunni sem
skóku vesturbæinn næstum fram á miðjan níunda áratuginn. Þegar allt var
dottið í dúnalogn á ný virtist að minnsta kosti eitt hafa áunnist: aldrei ffamar
skyldi hús verða vélkrabbakjaffinum að bráð, heldur skyldi það endurbyggt,
og staðreyndin er að þann tíma sem ég hef búið í Vesturberlín hefi ég
einungis reynt stjórnmálamenn að því að sýna mýkt og leggja sig fram um að
viðhalda menjum úr byggingarsögu borgarinnar, hversu hrörlegar sem þær
hafa verið. Allt fram að sameiningunni. Þá fóru menn allt í einu að tala um
nýbyggingar í staðinn fýrir svæðisbundna endurreisn og samstundis voru,
bara í miðborg Berlínar, 128 gömul hús horfin.
Nú er byggt. Á fullu! Með hraði! Þér munduð aldeilis furða yður á
húskumböldunum ef þér gengjuð núna um byggingareitina í Austurberlín!
Suðurhluti Friedrichstrasse er svo gott sem nýrisinn; stríðsgloppunum, þar
sem aðallega dafnaði plöntugróður í heil fjörutíu ár, hefur verið lokað með
skrifstofuhúsum úr gleri og stáli; við Spree spruttu upp turnhýsi, lúxus-
íbúðir til hálfs en hinn hlutinn atvinnuhúsnæði; og Potsdamer Platz þekkið
þér ábyggilega ekki aft ur. Æ, það hefur gerst svo margt að þér komist ekki hjá
því, ef það vekur enn áhuga yðar, að koma í heimsókn. En mér hefur enn og
aftur verið gert ljóst að það var aldrei hægt að vinna efnahagskapphlaupið
sem ráðamenn okkar hófu á sínum tíma af svo miklu sjálfsöryggi.
Og nú sé ég yður hrista höfuðið ákaft, nú hljómar rödd yðar í eyrum mér
og ég heyri yður, með þessum eilítið stranga hreim sem rödd yðar fékk
ævinlega þegar ég bar lof á kapitalismann, bera upp spurninguna sem öllu
skiptir, spurninguna um gæði. Stendur heima?
Ég á ekki auðvelt með að svara. Ég þarf ekki annað en rifja upp breytta
afstöðu sjálfs mín til hinnar gömlu Stalinallee til að verða varkár í dómum. í
þá daga, við upphaf sjötta áratugarins, horfðum við með illkvittni og fullir
fyrirlitningar á þennan - hvað sögðum við alltaf? - Moskvu-rjómatertustíl
og við önduðum léttar og tókum fagnandi sérhverri látlausri nýbyggingu
sem reis vestanmegin og síðan einnig austanmegin. Þetta breyttist í síðasta
lagi með fyrstu sjónvarpsmyndunum frá úthverfabyggðakjörnunum og ekki
síst þegar verksmiðjuframleiddu afurðunum tók að skjóta upp úr
sverðinum, líka í Berlín, hinum megin í Márkisches Viertel eða Gropiusstadt
og loks hérna megin í Marzahn og Hellersdorf. Nú sá ég Stalinallee í allt öðru
Ijósi og það sem á vantaði kann að hafa sprottið af því að ég hafði uppgötvað
upphaf hennar í heimsókn til Manhattan þar sem turn Lomonossov-
háskólans gnæfði upp úr miðja vega í æsilegu borgarlandslaginu. Síðan þá
hefur það að minnsta kosti runnið upp fyrir mér, þegar ég geng frá Straus-
berger Platz til Bersarinplatz, að sætabrauðsásýnd er illskárri en engin ásýnd.
52
www.mm.is
TMM 1998:3