Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 62
VOLKER BRAUN
smeygt sér úr skónum og staðið kyrr, beðið, hvort hún vaknaði: en henni
hafði ekki dottið það í hug í draumnum. Hann hafði getað gengið inn í
herbergið hennar, en inn í svefn hennar - þá hefði honum hlotið að líka
æðislega við hana, það var ekki tilfellið; hann hafði skilið næringuna eftir og
læðst ánægður út. Daginn eftir hafði hann aftur komið að henni blundandi
endilangri og hann hafði afklæðst snarlega og mjakað sér undir brúnina á
teppinu. Hann hafði fært líkama sinn nær hlýju baki hennar uns bilið nam
lengd limsins, umlokið nakinn sitjandann með fæti og hnésbót og haldið
hendinni, sem hann lá ekki á, yfir svefnvotu andlitinu og rétt skynjað
hárdúninn. Luise hafði opnað augun einu sinni (augnhárin stungu hann í
fingurgómana) en andað áfram hryglukennt í örþreyttum svefni. Honum
hafði orðið kalt á nöktum mjóhryggnum og þrátt fyrir að hann hafði mátt
minnka bilið var hann brátt orðinn gegnkaldur, hann hafði sest upp, höfuð
hennar við fætur hans, munnur hennar opinn, varirnar naktar. Til að sleppa
úr vesöld sinni hefði hann orðið að beita Luise valdi en hann hafði skort hinn
grófa kjark. Hann hafði aðeins vaktað svefn hennar og við tilhugsunina
fundið til blíðu sem hann bar út úr hellinum eins og ránsfeng.
Torgið - þetta risastóra torg þar sem hann var - hafði í raun og sann verið
sneisafullt einn daginn. Þennan sólríka kalda laugardag hafði leyfileg kröfu-
ganga fyrir prent- og skoðanafr elsi flætt yfir þetta stóra svæði með óleyfilega
kröfuborða og kaldhæðin spjöld. Milli Húss bókarinnar, Húss kennarans og
Húss ferðamannsins (ruglanda olli að það var fjallað um hættulegustu
málefni landsins í opinberum byggingum) hafði ófyrirsjáanlegur mann-
grúinn þyrpst saman, óttalaus í skjóli eigin mergðar og ótruflaður af
hernum. Ofan af vörubílspalli hafði fyndnin í ræðunum verið við völd og
mannfjöldinn þraukað í hamingjuríkri óhagganlegri ró undir hlátrasköllum
og lófataki. Grunlausum var honum boðið á djarfa hátíð. Þennan dag hefði
hann haff vald til ótrúlegra hluta en honum nægði að vera þarna. Tilheyra
þessum dýrlega einskis svífandi gáska. Hann hafði verið fullvalda og látið sér
nægja að standa svona saman, skynja ógnþrunginn möguleika.
Blíðan hafði bjargað Georgi nokkra daga og jafn heimullega og hann hafði
lagt hald á hana hjá grunlausri sofandi manneskju, eins opinskátt hafði hann
núna langað til að sýna hana. Hann hafði ekið í býtið einn morguninn til
sjúkrahússins og birt Luise hana þegar hún kom loksins, löngu eftir tímann,
af næturvaktinni; Luise hafði meðtekið hana. (Armar hans teygðir fram,
skrefin of hröð í áttina til hennar). Og farið aftur upp með Georgi, framhjá
augnaráðum hliðsins, orðin æst núna og hafði látið hann gægjast inn í
herbergin á löngum ganginum. Hér höfðu gamlingjarnir legið í rúmræfl-
60
www.mm.is
TMM 1998:3