Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 66
VOLKER BRAUN hafði orðið æ drungalegra í salnum. Uns Georgi hafði ekki lengur fundist þetta alltsaman umtalsvert, honum var líka runnin reiðin og þegar spurt var hvort enn væru einhverjar spurningar hafði Georg horft eins og kjáni og ekki komið upp orði. Á næsta fundi hafði hann, gegn eigin ósk, sest fremst og strax beðið um orðið meðan Schaber var enn að tala. Hann hafði fylgst kuldalega með setningum ræðunnar og jafnskjótt höfðu gagnsetningar klakist út á tungu hans og belgt út vanga hans. Schaber hafði einu sinni litið upp og höggvið af þessa þreytandi hönd með gremjulegri setningu, Georgi hafði hitnað í framan, bakvið hann var sussað og fnæst svo ókyrrðin var orðin almenn. En svo hafði hann hniprað sig saman og haldið út þennan ógeðfellda fyrirlestur; hefði hann átt að standa upp og æla? Hann hafði skort hinn grófa kjark. Schaber hafði sem sagt komist að hinni rökréttu niður- stöðu: menn yrðu að verða vökulli og Georg hafði ófyrirséð lært að fyrirlíta. Á risavöxnu torginu höfðu menn hugsað um þetta eina, þetta skelfilega - eftir að alþýðulögreglan hafði skömmu áður stöðvað minniháttar upphlaup á hinum svokallaða hátíðisdegi, óvenjuleg aðgerð fyrir óæfða liðsmenn, eftir að ríkisstjórnin efra hafði ákveðið að má út það sem sást neðra, stafla alþýðunni sem var að þvælast fýrir upp á kassabílana og hlusta á umkvart- anir hennar í algeru einrúmi, eftir að lögreglan var laus við alþýðuna úr nafninu sínu og menn höfðu staðið með andlitið upp að veggnum í bíl- skúrum og kjöllurum líkt og annarsstaðar í veröldinni, eftir að menn höfðu skilið, líkt og hendi væri veifað, hin ókunnuglegu handtök og fótaspörk, öskur, gelt, yfirheyrslur fram í dagrenningu ... eftir að menn voru komnir á torgið höfðu allir á torginu hugsað um þetta eina, þetta óheyrilega ómögu- lega, lausnina sem hafði verið reynd á öðru torgi, þessa skelfilegu sem gerði allt að engu, kínversku lausnina. Georg hafði léttilega strokið af sér fýrirlitningarkenndina, sem læðst hafði að honum, við næsta plakatvegg. Það var opinberri skynsemi Schabers að þakka sem þó hafði persónulegan skilning til að bera er treysta varð á. Hins vegar hafði Georg, áður en hann hafði gefið sig fram, beinlínis verið boðaður til Schabers í háhýsið í miðbænum þar sem hann bjó. Georg hafði mætt í sílóið um kvöldið og Schaber, sem beið í stiga- ganginum, hafði farið um hann löngu gagnrýnu augnaráði (handritið sem Georg bar fyrir framan sig reikull í spori). Og ætt á undan gegnum gangana þar sem óþvegin börn skutust um án gæslu, hungruð á svip með íbúðar- lykilinn um hálsinn; Schaber hafði rekið þau ffá með háværum niður- bældum hrópum svo þau höfðu stokkið inn í lyfturnar herpt í framan. Þau höfðu dragnast með hvítvoðung með sér. 64 www.mm.is TMM 1998:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.