Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Qupperneq 67
ÞAÐ ÓLIFÐA
Hið hættulega loftslag hafði þegar borið á góma í miðstöðvarkjallaranum,
veðraskilin að austan, áætlanirnar sem hafði rignt niður. Þeir höfðu báðir
verið sannfærðir um að umfjöllunar væri þörf. Schaber hafði lokað kjallara-
herberginu og beðið andstæðinginn að vera þögull: meðan hann hafði svipt
umbúðapappírnum utan af handritinu og lesið í því lágri niðurbældri
röddu, kafla sem hljómuðu forkastanlega (að það sé rangt sem ekki breytist)
uns andmælin voru komin á einn stað, eitt titrandi blað. Georg hafði glott
luktum munni út í myrkrið þar sem rökræðan hófst. Hverju vildi hann
breyta! öllu. Öllu í senn. Þeir höfðu reyndar fundið, er þeir fylgdust með
orðaflaumnum, að þeir komu að þeim mörkum sem sannleikurinn er
handan við; hinar hráu nöktu staðreyndir fyrir ffaman víggirðingar eigin
vissu. Þeir höfðu rambað út á hið óvaktaða bersvæði, meðvitaðir í kvíða
sínum um hið dýrlega afbrot sitt. Alltverður öðruvísi, það hafði Georg vitað,
það er ekkert. Hann hafði allt í einu, þar sem hann studdist við, já ríghélt sér í
rykfallna hlaða úr notuðum pappír, verið á ókunnum stað, í sínum eigin
huga; Schaber skipti ekki máli; hann, hann var til staðar í eymd sinni.
En Schaber hafði rekið upp kjökrandi hlátur: var búinn að fá nóg og þeir
höfðu farið úr svartholinu upp á hæðina til Schabers, inn í yfirhitaða
dagstofuna, undir ljósakrónuna sem logaði á yfir daginn. Siginn niður í
hægindastólinn, sem hann helst hefði viljað sökkva í, hafði Georg velt fyrir
sér hvað hafði áunnist . . . slit hinnar vanabundnu hötuðu vinsemdar,
samkenndarinnar sem mundi rifna eins og vefur. Hann hafði reynt að látast
vera úrvinda til þess að smakka á reiðinni og sorginni, ögruninni, í ró og
næði; en loks hafði Schaber þrifið til hans og stjakað honum út um dyrnar án
þess að segja orð. Hitt atvikið sem hann minntist af þessum sökum (án þess
að yfirgefa torgið á umtöluðum tíma) var dagur hins svonefnda persónulega
samtals í tómu stjórnarherberginu. Schaber hafði gengið snyrtilega frá
honum og greint sig frá liðhlaupanum, Georg hafði bitið saman tönnunum
ásamt með bröndurunum, hann varð að láta þetta yfir sig ganga líkt og þvott.
Komið var að kjarna málsins: járnaganum sem hausinn á honum yrði að lúta
- hann hafði Georg látið síga í örvæntingu; en þá hafði Schaber gripið til
hótana og espað allt innra með honum til andstöðu. Hann hafði horft
framhjá yfirmanninum andspænis sér, þessum illkvittna hlutlausa kjafti.
Hve gamlar og ömurlegar voru þessar aðferðir, komnar úr grárri forneskju.
Hann var fullorðinn maður. Hann gat gert þessum steingervingi, sem kúgaði
hann, lífið leitt og rannsakað kaldur og rólegur bellibrögð hans, hold-
gervingu báknsins. Ekkert hélt Georg hérna nema dreyminn vilji hans sjálfs.
Hann hefði getað staðið upp þegar í stað með látum og skellt hurðum. En í
skaphöfn hans var mótþróafullur afkimi sem ekki var hægt að halda utan við
og hann hrökklaðist inn í og þráði framhaldið frávita; sá sem hefur eyru til að
TMM 1998:3
www.mm.is
65