Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 69
ÞAÐ ÓLIFÐA
hann einstaklingur, einn af miklum frægum fjölda sem hafði verið hér með
óskaplega borða. Við vildum það ekki, muldraði hann fyrir munni sér, við
vildum það ekki, við vildum það ekki. Okkur var ekki alvara. Við höfðum
nógan tíma. Eigum við að stilla saman úrin okkar, það eru svo margir tímar.
Við viljum ekki missa hvert af öðru. Þegar klukkan glymur veröldinni ættiþað
að verða brúðkaupshringing til að veröldin geti orðið léttari. Við munum
aldrei vita það. Það er mátulegt á okkur. Nú verðum við að lifa með því, í
þessum alheimi hins ólifða. Og fyrir einstaklinginn, aðeins fyrir hann,
verður fortíðin að risavöxnu rými og framtíðin verður æ minni, framtíðin
sem þó er að hef)ast! Að hefjast og ljúka í þessu meðvitundarlausa brambolti,
á þessum eilífu hlaupum í leit að einhverju óafturkræfu, möguleikanum.
Nóg. Georg ætlaði að fara yfir torgið en þar sem honum var engin alvara
með því sneri hann sér bara við og kom auga á einhverja skringilega veru sem
gekk til hans með útteygðan fót og heilsaði honum með báðum höndum:
aðra teygða upp, hina við eyrað með feimnislega krepptan hnefa, hinn
fóturinn virtist fastur í jörðu; þannig að náunginn virtist sundurslitinn en
vogaði sér samt blindandi eitt skref: í áttina að vöruhússglugganum.
Franz Gíslason þýddi
TMM 1998:3
www.mm.is
67