Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 90
KRISTJÁN B. JÚNASSON
sem þau gengu í höfðu verið stokkaðir upp í uppeldisffæðingabyltingunni og
því var þeim aldrei kennt að ráða í híeróglýfur. Þær voru myndir utan á fölln-
um táknum valdsins, súlunum gömlu sem settar höfðu verið ofan í kjallara og
um þær var svo vandlega þagað í kennslubókunum að þau fóru smátt og smátt
að trúa því að þær væru ekki til. En með aldrinum jókst kjarkurinn og að sama
skapi forvitnin. Þau stálust niður rykdrifhar kjallaratröppurnar og niður í
geymslu til að anda að sér fúkkaþef liðinna tíma og þar bak við fúna hurð rák-
ust þau á hið forboðna. Þau beygðu sig ffam og struku með fíngerðum góm-
um yfir augu sem horfðu hvorki ffam né til hliðar heldur inn í steininn sjálfan
og þegar þau komust í hann krappan fáeinum árum síðar mundu þau ekkert
úr allri sinni skólagöngu nema aðeins þetta augnablik þegar þau sviptu götótt-
um segldúk ofan af súlunum sem lágu þarna eins og gleymd kjarnorkuflug-
skeyti og lýstu upp óskiljanleg táknin með gaskveikjurunum sínum ... Þau
áttu að kunna svo margt en á ögurstundu var öll sú þekking til einskis. Þeim
hafði mistekist að láta kallpunga og kellingarskrukkur snýta rauðu og fundu
að ffæðaklárinn var að sökkva undan þeim, en þá skutust þessir leyndu fundir
við fornt vald í gegnum huga þeirra og þau rissuðu óskiljanlegu
híeróglýfurnar utan af súlunum á blað - á svipstundu sannaðist töffamáttur
þeirra. Það var sem allir illar andar hefðu haff sig á braut, það var sem helgu
vatni hefði verið skvett á skríkjandi púka, það var sem Levíatan hefði kafað á
ný niður í helvítisdjúpin. Hver sá sem táknið leit vissi hvert þau voru að fara. Á
svipstundu var hugsun þeirra hverjum manni ljós og þau sjálf orðin kennivöld
sem ætluð var gegndarlaus viska.
Hve óhugnanlegt var það ekki! Það var ekki upplýsing heldur hræðsla við
tákn sem varðaði þeim veginn til valdsins yfir þekkingunni. Þau vissu ekki
hvað þau voru að segja, en þau sögðu það eins og þau héldu að Forn-Egyptar
hefðu mælt það af munni fram og við hvert töffaorð fundu þau hræðsluár-
una utan um sig þykkna, brynjuna stinnast og sig sjálf vaxa að virðingu sem
þó var ekki annað en virðing fýrir því sem þau sjálf ekki skildu. Hvernig gátu
þau þá borið virðingu fyrir sér sjálfum? Við því var ekkert einfalt svar. Fyrst
um sinn var þeim svo létt yfir að hafa komist úr klípunni að þau leiddu ekki
einu sinni hugann að því. Þau höfðu lært á valdið af tilviljun en ekki með
ástundun. Það voru ekki stjórnkænskukúrsarnir í Félagsvísindadeildinni
sem fleyttu þeim í faðm þess, heldur römbuðu þau á það af rælni. En þegar
kallfauskarnir og teboðskellingarnar streymdu til þeirra og hrósuðu þeim
fyrir kænsku í meðferð híeróglýfa var þeim brugðið og þau einsettu sér óðar
að sverja af sér allt það sem egypskt er. Þau einsettu sér að skrifa langa grein
þar sem myndletrið yrði afbyggt og tilbúinn merkingargrundvöllur þess
dreginn ffam í dagsljósið, frumspekinni að baki því afneitað og 5000 ára
menningarhefð óbelísks sannleika rist á belginn svo gorið slettist um allar
88
www.mtn.is
TMM 1998:3