Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 90
KRISTJÁN B. JÚNASSON sem þau gengu í höfðu verið stokkaðir upp í uppeldisffæðingabyltingunni og því var þeim aldrei kennt að ráða í híeróglýfur. Þær voru myndir utan á fölln- um táknum valdsins, súlunum gömlu sem settar höfðu verið ofan í kjallara og um þær var svo vandlega þagað í kennslubókunum að þau fóru smátt og smátt að trúa því að þær væru ekki til. En með aldrinum jókst kjarkurinn og að sama skapi forvitnin. Þau stálust niður rykdrifhar kjallaratröppurnar og niður í geymslu til að anda að sér fúkkaþef liðinna tíma og þar bak við fúna hurð rák- ust þau á hið forboðna. Þau beygðu sig ffam og struku með fíngerðum góm- um yfir augu sem horfðu hvorki ffam né til hliðar heldur inn í steininn sjálfan og þegar þau komust í hann krappan fáeinum árum síðar mundu þau ekkert úr allri sinni skólagöngu nema aðeins þetta augnablik þegar þau sviptu götótt- um segldúk ofan af súlunum sem lágu þarna eins og gleymd kjarnorkuflug- skeyti og lýstu upp óskiljanleg táknin með gaskveikjurunum sínum ... Þau áttu að kunna svo margt en á ögurstundu var öll sú þekking til einskis. Þeim hafði mistekist að láta kallpunga og kellingarskrukkur snýta rauðu og fundu að ffæðaklárinn var að sökkva undan þeim, en þá skutust þessir leyndu fundir við fornt vald í gegnum huga þeirra og þau rissuðu óskiljanlegu híeróglýfurnar utan af súlunum á blað - á svipstundu sannaðist töffamáttur þeirra. Það var sem allir illar andar hefðu haff sig á braut, það var sem helgu vatni hefði verið skvett á skríkjandi púka, það var sem Levíatan hefði kafað á ný niður í helvítisdjúpin. Hver sá sem táknið leit vissi hvert þau voru að fara. Á svipstundu var hugsun þeirra hverjum manni ljós og þau sjálf orðin kennivöld sem ætluð var gegndarlaus viska. Hve óhugnanlegt var það ekki! Það var ekki upplýsing heldur hræðsla við tákn sem varðaði þeim veginn til valdsins yfir þekkingunni. Þau vissu ekki hvað þau voru að segja, en þau sögðu það eins og þau héldu að Forn-Egyptar hefðu mælt það af munni fram og við hvert töffaorð fundu þau hræðsluár- una utan um sig þykkna, brynjuna stinnast og sig sjálf vaxa að virðingu sem þó var ekki annað en virðing fýrir því sem þau sjálf ekki skildu. Hvernig gátu þau þá borið virðingu fyrir sér sjálfum? Við því var ekkert einfalt svar. Fyrst um sinn var þeim svo létt yfir að hafa komist úr klípunni að þau leiddu ekki einu sinni hugann að því. Þau höfðu lært á valdið af tilviljun en ekki með ástundun. Það voru ekki stjórnkænskukúrsarnir í Félagsvísindadeildinni sem fleyttu þeim í faðm þess, heldur römbuðu þau á það af rælni. En þegar kallfauskarnir og teboðskellingarnar streymdu til þeirra og hrósuðu þeim fyrir kænsku í meðferð híeróglýfa var þeim brugðið og þau einsettu sér óðar að sverja af sér allt það sem egypskt er. Þau einsettu sér að skrifa langa grein þar sem myndletrið yrði afbyggt og tilbúinn merkingargrundvöllur þess dreginn ffam í dagsljósið, frumspekinni að baki því afneitað og 5000 ára menningarhefð óbelísks sannleika rist á belginn svo gorið slettist um allar 88 www.mtn.is TMM 1998:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.