Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 104
KRISTJÁN B. JÓNASSON II Þegar litið er yfir módernisma/póstmódernisma umræðu síðustu áratuga sést að hún ber öll merki móðursýki, óviðráðanlegrar þarfar til að yfir- trompa fyrri hrakspár og útmála DÓMSDAGINN af miðaldalegri ákefð. Dýptin var aðeins eitt hugtak af mörgum sem veðurfræðingar menningar- innar notuðu til að mæla breytingar á loítþrýstingi. Stundum voru það hug- tökin /saga/ og /minni/, stundum hugtökin /frumleiki/ eða /hvarf sjálfsins/ og stundum hugtökin /hnignun/ og /hrun/ sem voru ólíkt skemmtilegri, enda einhver Spenglerískur þefur af þeim sem gerir þau mikilúðleg. í stuttu máli miðaði móðursýkin að því að sýna fram á að allt og allir væru komin út á malbikaða bílastæðið við heimsenda og að handan þess væri ekkert. Ekkert tæki við nema endalaus þreytuleg hugleiðing þessara endaloka, melankól- ískt sorgarferli áþekkt því menningarástandi sem Walter Benjamin segir í sínu mergjaða riti Uppruni þýska sorgarleiksins að hafi einkennt Evrópu á fyrri hluta nýaldar. Sorgmæddar verur ráfuðu um í myrkri rústanna, búnar að týna þræðinum en gátu þó enn lesið á brotnar töflur sem þær fundu í þrif- legu illgresinu sem óx í hverri skoru. Það er ekki grunlaust urn að öll eítir- stríðsárin hafí verið eitt samfellt ferli sorgar og skelfingar, ein samfelld svört messa, ein samfelld kreppa undir hattbarði atómsveppsins sem samviskubit- ið yfir nýjum ísskápum og ryksugum gerði enn sárari. Spekingarnir sem mótast höfðu á árunum fýrir stríð, menn eins og Adorno, Beckett, Bataille, Barthes, Sartre og Camus, sviðsettu helgiathafnir þessarar dauðamerktu menningar. Þeir reyndu að flæma skynsemina út úr greninu með því að skrifa bækur þar sem henni var snúið á haus, ljá listinni hlutverk með því að neita henni um það og útrýma þögninni með því að drepa tungumálið. Það er í þessum jarðvegi sem hin tæknilega sýn konkretpóesíunnar, nútímadans- ins, raðtónlistarinnar, geómetríunnar, nýsögunnar, nýbylgjunnar og alþjóðastílsins verður til. Tæknihyggjunni var ætlað að slá skjaldborg utan um það sem enn var hægt að verja fyrir ágangi dauðamenningarinnar, hinn- ar slítandi hugmyndalausu fjöldamenningar kjarnorkuveldanna. Og af þess- um mönnum lærðu jafh ólíkir höfundar og Baudrillard, Kathy Acker og Milan Kundera að hugsa. Lykilorðið var og er: „Þetta er allt búið“. Ég kannast sjálfur mætavel við þessa nautn. Þessa sætu vellíðan sem býr í hugsuninni um hinn póstmóderníska dómsdag. Það er nefnilega hald í móðursýkinni og sæla í sefjunarmættinum þegar orðin reyna að afneita sér sjálfum með því að vera nógu stórkarlaleg. Því svakalegri sem útmálanir Baudrillards eru á samtímanum, því sterkar skynjar lesandinn von hans um að orðin burtreki andana illu. Örvæntingarfull djöflafræði hans eru í engu frábrugðin Character Bestiae Páls í Selárdal eða Hugrás Guðmundar á Staðarstað. Póst- 102 www.mm.is TMM 1998:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.