Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 106
KRISTJÁN B. JÓNASSON fyrri hluta þess níunda sér maður ekkert fyrir sér nema rauðþrútið andlit há- skólakennara í spreng. Til að halda í sundur dýpt og þykkt þurfti hann að vanda sig svo mikið að það lá við að hann biti úr sér tunguna og allan tímann rembdist hann eins og rjúpa með þembu. Stundum er eins og allur póst- strúktúralisminn hafi einungis snúist um þetta eitt: að passa sig. Að vera sífellt að skilgreina mörk, mörk milli texta og skriftar, milli höfundar og lesanda, milli sjálfs og annarleika, milli mín og hins. Við erum enn að fást við mörk, en nú við mörk manns og konu, mörk náttúru og menningar. Af hverju ekki mörk dýptar og yfirborðs? Einfaldlega vegna þess að sú spurning tilheyrir öðrum skilum. Hún tilheyrir mörkum módernisma og póst- módernisma. Nýjar spurningar tilheyra skilum póstmódernisma og hins sem ekki má nefna: Þess ókomna sem þó er þegar hér og nú. 6. Heldur manni „Textinn sem þú skrifar verður að sanna fyrir mér að hann girnist mig.“ Roland Barthes: Le plaisir du texte, bls.13-14. I Verkið hélt mér en var ég að fara eitthvað? Vildi ég kannski ekki vera hjá text- anum? Vildi ég heldur fara að kaupa mér föt, út að ganga eða á barinn? Þegar ég les bók ætlast ég virkilega til þess að loðin loppa skjótist upp úr kilinum og grípi um kverk mér svo ég komist ekki upp úr stólnum en sitji korrandi yfir snilldinni? Nei, ég vil það ekki. Hvers vegna ætti bókin að neyða mig til að lesa sig. Hún má lokka mig og laða en til hvers ætti ég að meta bók út frá því hvort hún „heldur“ mér eða ekki þegar ég vil að bókin veiti mér tælandi við- nám fremur en að hún þrífi til mín og leggi mig í bönd. Á lesandinn að vera fangi bókarinnar? Bundinn og keflaður í prísund hennar, lokaður af frá öll- um og öllu og eiga svo ekkert eft ir þegar hann er búinn að leggja hana frá sér nema að soga til sín loft á nýjan leik eftir að hafa næstum því kafnað í textakrumlunni? Þegar ég les eða heyri umsagnir um bækur og listaverk virðist mér stundum sem ritdómararnir séu þar mættir í umboði fangelsis- málastofnunar. Þeir vilja setja upp myndavélar í miðborginni, stofna þjóð- varðlið, banna fólki yngra en 18 útivist eftir áttafréttir og fjölga fangelsum. Þeir tala um bókmenntir eins og þær væru sadómasóklúbbur þar sem verk taka menn og loka þá keflaða inni í búri á meðan leðurklædd orð láta svip- una ganga á blóðrisa lesendahryggjum. Verkin eiga að „halda“, „taka“ og „læsa“. Þau „sleppa manni ekki“, þau „láta mann ekki lausan". Maður er „fanginn“ yfir þeim, þau grípa mann „heljartökum“. f raun er textinn gúlag. 104 www.mm.is TMM 1998:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.