Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 111

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 111
SJÖ LYKLAR AÐ ElNNl SKRÁ hafi tekist að „lækka kostnað", „auka hagræðingu“ og „gera öll ferli skilvirk- ari“. Og það þarf ekki stjórnendur til. í dagdraumum venjulegs ökumanns er einræðisherra við völd sem byggir beinar og breiðar hraðbrautir um allar trissur og sem hræðist ekki að sprengja í burtu heilu blokkastæðurnar hjálpi það til við að gera veginn greiðan. Þar er engum ljósum ofaukið, þar er eng- um bílum ofaukið, þar eru alltaf laus stæði. En kynni slíkt þjóðfélag að nema staðar þegar það væri einu sinni byrjað að henda burt því sem truflaði? Allir vita að nútíma iðnframleiðsla kemst í æ meira mæli af án lifandi vinnuafls og mörg helstu gróðafyrirtæki nú á tímum hala inn gríðarlegar summur með svimandi lágum kostnaði, en það er kannski merkilegra að það hefur sýnt sig að þessi þróun á sér engin „náttúrleg" takmörk. Hvað efþjóðfélagið allt færi að hugsa á álíka nótum? Ef við færðum kostnaðarvitundina út úr fyrirtækj- unum og gerðum hana aftur heilaga eins og hún var á árdögum nýaldar, gerðum sparnað og aðhaldssemi aftur að ráðandi gildum og fordæmdum allt prjál: Hvað þá? Fyrir það fýrsta hefðu þessi gildi enga trúarlega vísun lengur, enga biblíu, kirkju eða safnaðarstarf sem réttlætti þau sem frum- spekilega og þar með óvefengjanlega nauðsyn. Þau hefðu engan kristilegan bassa sem þrátt fyrir drungalegan hljóm hjálpaði þeim samt að slá gamal- kunna tóna; aðeins eigin innri rökvísi sem eins og önnur rökvísi markaðs- samfélagsins stefnir sífellt lengra, hærra og hraðar. Við vöknuðum upp í trúlausu klaustursamfélagi forríkra meinlætamanna sem hefðu ekki neina siðfræði til að halda aftur af niðurskurðinum. Með sama offorsi og við krefj- umst nú þess að eignast meira myndum við krefjast þess að hafa minna. Það væri aldrei nógu lítið af neinu. Ekkert væri nógu einfalt, flestum stofnunum samfélagsins ofaukið og að síðustu myndum við sjá að okkur væri það líka: fólk dræpi sig af einskærri fíkn í ofgnóttarlaust samfélag. Það svelti sig af óviðráðanlegri hvöt til að minnka allt niður í frumstærðir, frumform og frumgerðir og hætti ekki fýrr en ekkert væri eftir. Hæsta nautnin, nautn sem aðeins fáeinir ríkisbubbar gætu leyft sér, væri að gera húðina gegnsæja. Þar næst tækju við beinin, höfuðkúpan og að síðustu iðrin sjálf því bak við hvert yfirborð er annað smærra, annar veggur til að kíkja í gegnum, annar gluggi til að opna. Og þegar allt væri að lokum eytt og uppurið, þá væri kannski loksins hægt að slappa af: Njóta þagnarinnar sem hlýtur þá að liggja eins og heilnæm mara yfír sviðinni jörð. Heimurinn endaði því ekki með brauki og bramli heldur snökti eins og T.S. Eliot spáði fyrir margt löngu, lágværu hvisshljóði líkt og heyrist þegar sjálfvirk glerhurð lokast: Ekkert væri eftir. Engu væri ofaukið. TMM 1998:3 www.mm.is 109
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.