Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 117
ER HEIMURINN AÐ FARAST? vissu reyndar vel að þessi eina aðfmnsla hrekkur afar skammt.6 Satt að segja báru þeir virðingu fyrir afstæðishyggjunni sem þeir vildu andmæla, eins og ég ber fyrir skoðunum nafna míns Vilhjálmssonar þegar ég reyni að and- mæla afstæðishyggju hans. En Kristján hefur engan áhuga á rökræðum um afstæðishyggju. Hann er á móti henni. Ritgerð Ástráðs fjallar um yfirlýst viðfangsefni Kristjáns: póstmódern- isma. En Kristján hefur engan áhuga á upplýstri rökræðu um póstmódern- isma. Hann er á móti honum. II. Hús og skáldsögur Ástráður Eysteinsson vekur athygli á hvað orðið ,póstmódernismi’ er skelfi- lega margrætt. Jafnvel merking forskeytisins sé óljós: er um að ræða síð- módernisma, eftirmódernisma eða andmódernisma? Um stund hallast hann að því að það sé enginn marktækur munur á módernisma og póst- módernisma. Hann færir skynsamleg rök fýrir því, en hverfur þó frá því síðar með öðrum skynsamlegum rökum. Ég held að í þessu efni sé ein leið til að fóta sig. En hún er bara leið til að fóta sig, ekki til að skila okkur áleiðis. Mér skilst að póstmódernismi hafi einna fyrst orðið til í húsagerðarlist.7 Þar varð orðið fleygt, og þaðan barst það út um allar jarðir og margbreytti merkingu sinni á alla kanta. Módernismi í byggingarlist vitum við trúlega öll hvað er. Hann er allt í kringum okkur. Ef við stöndum á Austurvelli sjáum við austan megin vallarins tvær byggingar eftir Guðjón Samúelsson, Reykjavíkur apótek sem nú heitir svo og Hótel Borg. Þær eru auðvitað ekki módernísk hús. (Aftur á móti vottar fyrir ýms- um módernisma hjá Guðjóni í húsum eins og aðalbyggingu Háskólans, Laugarneskirkju og Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en þau teiknaði hann síð- ar.) Á milli apóteksins og Borgarinnar er grænn kassi. Hann er módernísk bygging. Og hvað er nú póstmódernismi? Fyrir fimm árum spurði ég þrjá málvini mína á Harvardháskóla þessarar spurningar. Ég fékk sundurleit svör. Einn þeirra bauð mér þá í bíltúr um Boston, og sýndi mér nokkrar nýlegar póstmódernískar byggingar. Ég sá strax að þetta voru ekki módernískar byggingar—eins og til dæmis listasafn- ið sem Le Corbusier teiknaði á skólalóð Harvard—og tók eft ir því til viðbót- ar að byggingarnar minntu með ýmsum hætti á húsagerðarlist Nýja Englands á átjándu og nítjándu öld, til dæmis fyrir dálæti húsameistaranna á súlum og turnum. Eftir þessa lexíu hvarflaði sú hugsun að mér að við íslend- ingar ættum líka okkar póstmódernisma: hann væri hin nýkviknaða virðing fyrir gömlum húsum, eins og Bernhoftstorfunni og húsi Thors Jensen sem TMM 1998:3 www.mm.is 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.