Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 118
ÞORSTEINN GYLFASON
Seðlabankinn vildi rífa til að rýma fyrir módernisma. Hann fékk það ekki.
Módernisminn fékk Arnarhól í sárabætur.
Eins og aðrir Reykvíkingar hef ég upp á síðkastið tekið eft ir breytingum á
húsagerðarlist hér í bænum. Nú í vikunni hafði ég tal af Pétri Ármannssyni
arkítekt, og spurði hvort það væru ekki einhver nýleg hús í Reykjavík sem
arkítektar teldu vera póstmódernísk. „Jú,“ sagði hann. „Ég tek oft dæmið af
nýja íbúðarhúsinu við Austurvöll sunnan við Hótel Borg (við hornið á
Dómkirkjunni). Það er póstmódernískt hús.“ í einni húsaröð við Austurvöll
hafa menn þar með formódernismann frá Guðjóni, módernismann og póst-
módernismann. Svo skemmti Pétur mér mikið með því að bæta við að hann
teldi að póstmódernisminn hefði hafízt á íslandi þegar húsi Thors Jensen við
Fríkirkjuveg var hlíft, og að hér birtist hann einkum í gerbreyttum viðhorf-
um til gamalla húsa.
Ástráður nefnir póstmódernisma í byggingarlist. En hann varar við því að
byggingarlist sé höfð til viðmiðunar um aðrar listgreinar.8 Samt er freistandi
að sjá svolitla hliðstæðu við húsagerðarlistina í íslenzkri skáldsagnagerð.
íslenzkar bókmenntir eiga einkum tveimur miklum og snjöllum módernist-
um á að skipa, þeim Thor Vilhjálmssyni og Guðbergi Bergssyni og eru þeir
þó mjög ólíkir höfundar. En yngri kynslóð íslenzkra rithöfunda—Gyrðir El-
íasson, Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Pétur Gunnarsson, Stein-
unn Sigurðardóttir og Þórarinn Eldjárn til dæmis—hefur ekki fylgt þeim
tveimur eftir með því að ganga lengra en þeir gerðu í einhverju sem gæti heit-
ið módernismi. Hún hefur samið skáldsögur sem eru vissulega nýstárlegar,
en að nokkru leyti afturhvarf til frásagnarhefðar fýrri tíðar, eins og til dæmis
hjá Halldóri Laxness sem í upphafi ferils síns var þó fýrsti íslenzki módern-
istinn í bókmenntum.
III. Módemismi
Nú hef ég ljáð orðinu ,póstmódernismi’ eina skýra merkingu. Þessi stefna er
fráhvarf frá módernisma, og stundum að einhverju leyti afturhvarf til for-
módernisma. En ég hef ekki sagt neitt um hvað módernismi er, nema hvað ég
hef vísað til módernískra bygginga og nefnt þá Halldór Kiljan, Thor Vil-
hjálmsson, og Guðberg Bergsson sem módernista í bókmenntum. Hvað er
módernismi?
Við íslendingar köllum módernisma í listum stundum bara ,nútímalist’ í
þröngum skilningi þess orðs. En ef við skiljum orðið þeim víða skilningi að
það nái til allrar listar sem hefur orðið til á tuttugustu öld fer því fjarri að öll
nútímalist sé módernísk list. Vefarintí miklifrá Kasmírer módernísk saga og
„Únglíngurinn í skóginum“ módernískt kvæði: með þeim og málverkum
116
www.mm.is
TMM 1998:3