Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 120

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 120
ÞORSTEINN GYLFASON Kristjánsson alls ekki þegar á reynir, höfum við í slíkum dæmum aðeins ein- hverjar samsvaranir þegar bezt lætur. Þær þarf að rökstyðja vandlega í hverju falli fyrir sig. Við verðum að láta okkur nægja að skilgreina módernismann með tilvís- un til margvíslegra ólíkra viðmiða. Hann hefur ekkert eðli. Svo er um fleiri isma. Líberalismi—frjálshyggja—er ekkert eitt, og það er sósíalismi ekki heldur. Stalín var sósíalisti og faðir minn er sósíalisti. Ef þeir eiga eitthvað annað sameiginlegt en þetta eina orð er mér ókunnugt um það. Stundum er hægt að styðja það rökum að um sama módernismann sé að ræða á ólíkum sviðum, og ekki bara rökum eins og þeim að hringur og keila komi fyrir bæði í kvæði og málverki eða þá hinum að skáldið hafi verið vinur Lovísu Matthíasdóttur og Nínu Tryggvadóttur. Kristján Kristjánsson hefur gert brezk-bandaríska heimspeki tuttugustu aldar, sem er líka nefnd rök- greiningarheimspeki, að hálfgerðum trúarbrögðum sínum. Eitt af því sem hann telur henni til ágætis er að þar sé enginn módernismi.10 Þetta þykir mér skrítin sagnfræði. Rökgreiningarheimspekin er módernismi í heimspeki. Rökfræðileg ritgerð um heimspeki eftir Wittgenstein er eins og Odysseifureftir James Joyce eða Eyðilandið eftir T.S. Eliot eitt af höfuðdæmunum um módernisma í Evrópu. Stephen Toulmin og Allan Janik hafa velt því fyrir sér hvernig Ritgerð Wittgensteins tengist tónlist Schönbergs sem varð til í Vínar- borg þegar Wittgenstein var að vaxa úr grasi.11 Og þetta er ekki allt. Móderníska heimspekin ff á Vínarborg barst til Englands og veik þar vold- ugri heimspekihefð til hliðar í bandalagi við heimamenn eins og Bertrand Russell. Hún átti líka þátt í því að nýstárlegar hugmyndir urðu til í bók- menntafræði, einkum svonefnd nýrýni. Skáldið og erkimódernistinn T.S. Eliot var bandamaður nýrýnanna og sumir telja hann fremstan þeirra. Nýrýnar voru miklir uppreisnarmenn í skólastarfi. Sigurður Nordal boðaði að sumu leyti svipaðar hugmyndir á íslandi. AJlir þessir menn töldu bók- menntakennslu skóla á þeim tíma þjakaða af andvana fróðleikshrafli, utan- bókarlærdómi og skilningslausu stagli. Kannski Kristján Kristjánsson kalli þetta nýskólastefnu. Hann er á móti henni.12 Hvernig sem á er litið er rökgreiningarheimspekin módernismi í heim- speki, nánar tiltekið róttækur módernismi. (Heidegger var allt öðruvísi módernisti, afturhaldssamur og myrkur eins og T.S. Eliot.) Það voru gerðar ótal árásir á þennan módernisma. Árásarmennirnir töldu gjarnan að hann væri helber tómhyggja og afstæðishyggja, og afneitun á hinni göfugu köllun sígildrar heimspeki, sjálfu algildinu í þess sannleik. Hefur nokkur heyrt þetta fyrr? Ég hef gerzt svo fjölorður um módernisma öðrum þræði vegna þess að það sem Kristján segir um hann er augljóslega fráleitt. Og það er engin afsök- 118 www.mm.is TMM 1998:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.