Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 121

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 121
ER HEIMURINN AÐ FARAST? un hjá Kristjáni að hann sé „að vissu leyti“ að lýsa módernismanum eins og hann horfi við póstmódernistum.13 Hvað eftir annað gerir hann lýsinguna að sinni og kryddar hana með íslenzkum dæmum. Ég hef ekki talað um módernisma einungis til að andmæla firrum um hann, heldur líka vegna þess að flestir þekkja hann og hafa því forsendurnar til að átta sig á þeim kjarna málsins að hann er ekkert eitt. Það er bara sæmi- legt samkomulag um ýmis viðmið á ólíkum sviðum. Pétur í tunglinu er módernismi í tónlist, Ungfrúrnar í Avignon í málaralist og þar fram eftir götunum. Og það þarf ekki að vera neitt samband milli viðmiða af ólíkum sviðum. Það er hægðarleikur að tengja móderníska húsagerðarlist við nú- tímatækni og jafnvel að skýra hana á tæknilegum forsendum—húsagerðar- list er nú einu sinni nákomin verkfræði—og stundum kann líka að vera auðleikið að tengja hana við myndlist því að hún er eins konar myndlist. Og það kemur ekki á óvart að fremsti húsameistari Bauhausskólans, Walter Gropius, hafi átt samstarf við listmálara eins og þá Wassily Kandinsky og Paul Klee og deilt hugmyndaheimi sínum með þeim. Húsameistararnir í Bauhaus áttu líka margvísleg skipti við heimspekinga Vínarhringsins. Þess vegna hefur verið reynt að bera saman byggingarlist þeirra og Rökfræðilega ritgerð um heimspeki eftir Wittgenstein (sem var reyndar sjálfur módernísk- ur húsameistari um skeið) og Röklega byggingu heimsins eftir Rudolf Carnap.14 En þótt svona samrakning geti verið skemmtilegur leikur er engin trygging fyrir að honum megi halda áfram endalaust, þannig að Pétur í tunglinu, Ungfrúrnar góðu, Odysseifur, Eyðilandið eða Vefarinn mikli verði tekin sömu tökum. Þegar fólk hefur áttað sig á að módernismi er ekkert eitt fer það nærri um að nákvæmlega hið sama muni gilda um póstmódernisma. Einn munurinn á módernisma og póstmódernisma er svo sá að í póstmódernisma samtím- ans er lítið sem ekkert samkomulag um viðmið nema kannski í byggingalist. Þessu fylgir að það má ekki með neinu móti stilla póstmódernisma upp eins og hann sé eitthvað eitt sem megi draga saman í einhverja grundvallar- kenningu. Það er alls engin grundvallarkenning í módernismanum, og það- an af síður í póstmódernismanum. IV. Nýöld. ogframfarir Einu lítilræði verð ég að bæta við. í útlendum málum ná orðin ,módern’ og ,módernismi’ ekki bara yfir þann tuttugustu aldar módernisma í andlegu lífi sem við íslendingar köllum því nafni. Þau ná líka til gervallrar nýaldarinnar í sögu Evrópu og Ameríku, allt frá endurreisnartímanum til þessa dags og væntanlega enn um hríð. TMM 1998:3 www.mm.is 119
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.