Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 130
Sigríður Þorgeirsdóttir
Póstmódernismi sem
heimspekilegt hugtak1
í þessari grein mun ég fjalla um póstmódernisma sem heimspekilegt hugtak,
þ.e.a.s. notkun og merkingu þessa hugtaks í nokkrum kenningum í heim-
speki samtímans, en ég sleppi því að tala um póstmódernisma í öðrum
greinum. Ástæðan er einföld. Notkun hugtaksins póstmódernismi er ólík
eftir greinum sem og merking módernismahugtaksins. Við sjáum það best á
því hve mismunandi merkingu módernismi og póstmódernismi hafa í
bókmenntafræði, byggingarlist eða myndlist. Sama máli gegnir um aðrar
fræðigreinar sem póstmódernismi hefur hafið innreið sína í, eins og félags-
vísindi eða guðfræði. Þar gætir þó meiri skyldleika við notkun hugtakapars-
ins póstmódernismi/módernismi í heimspekilegri umræðu, en beiting þess
sem greiningartækis lýtur engu að síður öðrum forsendum sem eru skilyrtar
af mismunandi viðfangsefnum fræðigreinanna.
Þrátt fyrir þessa afmörkun umræðunnar um póstmódernisma við heim-
spekina er vandkvæðum bundið, já næsta ógerlegt að finna tæmandi skil-
greiningu á hugtakaparinu módernismi/póstmódernismi. Það eru ekki
einungis áhöld um skilgreininingu módernisma innan heimspekinnar,
heldur er það einnig andstætt inntaki póstmódernisma að afmarka skil-
greiningu á hugtakinu, því hann á einmitt að vera samnefnari fyrir ótæm-
andi möguleika og endalausa fjölbreytni. Til að verða ekki þessum
annmörkum hugtaksins að bráð, er nauðsynlegt að gera tilraun til að finna
lágmarks skilgreiningar á merkingu póstmódernisma og módernisma í
heimspeki.
Hver er tilgangurinn með skilgreiningum þessara hugtaka? Hann er
tvíþættur. í fyrsta lagi ætla ég að leiðrétta þá villu að heimspekileg umræða
samtímans standi ffammi fyrir vali á milli módernískra viðmiða og póst-
módernískra viðhorfa. í umfjöllun Kristjáns Kristjánssonar ffá síðastliðnu
hausti í Lesbók Morgutiblaðsinsv ar brugðið upp svart-hvítri mynd af þessum
128
mm. is
TMM 1998:3