Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 143

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 143
Ritdómar Að vera grafinn lifandi Steinunn Sigurðardóttir. Hanami, sagan af Hálfdáni Fergussyni. Mál og menning 1997. I fljótu bragði var helmingi verra að geta ekki gert vart við sig en að vera dá- inn. Or þeirri prísund langaði hann svo mikið að honum þótti skárra en ekki ef það fyndist bara eitthvað af honum, lykt kannski. (bls. 10) Að vera kviksettur er án efa ein skelfileg- asta lífsreynsla sem menn geta gert sér í hugarlund; að vera lokaður í kirfilega negldri kistu og síðan grafinn djúpt í jörð; að reyna í örvæntingu að banka á kistulokið eða gefa frá sér hljóð en ná ekki eyrum lifenda því þeir eru endan- lega búnir að jarðsyngja mann og álíta hljóðin frá kistunni annað hvort mis- heyrn eða ofskynjun. Hálfdan Fergusson, aðalpersónan í nýjustu skáldsögu Steinunnar Sigurðar- dóttur, er einn hinna kviksettu. Hann er þó ekki grafinn lifandi í bókstaflegri merkingu heldur verður hann einn góð- an veðurdag lostinn þeirri sannfæringu að hann sé dauður og reynir í örvæntingu að koma ættingjum og vinum í skilning um ástand sitt. Þeir hlusta ekki á rök- semdir hans og útskýringar enda geta þeir ekki séð annað en hann sé jafn lifandi og þeir. Hálfdan er hins vegar læstur inni í sinni sannfæringu og sér ekki aðra út- gönguleið en að sviðsetja eigin jarðarför. Þórbergur Þórðarson vissi ekkert hræðilegra en það að vera kviksettur og skrifaði hrollkennda en afar skoplega lýsingu í Bréfi til Láru á áratugalangri ásókn þessarar martraðar. Örlagasaga Hálfdans Fergussonar er mögnuð krafti þessarar sömu hrollvekju en maran birt- ist honum í alveg nýjum búningi og villir bæði honum og lesandanum sýn. Og þótt lesandinn láti ekki blekkjast jafn auðveldlega og aðalpersónan eru óneit- anlega farnar að renna á hann tvær grímur undir lok sögunnar þegar Hálf- dan Fergusson er sestur að í Japan undir dulnefninu Danny Deadman. Sagan um hina sérkennilegu og þver- sagnakenndu tilvistarkreppu Hálfdans Fergussonar hefur alvarlegan undirtón þótt sjónarhornið sé skoplegt, rétt eins og hjá meistara Þórbergi, og stíllinn fjör- ugur og léttur. En vegna þess að Hálfdan beitir óvenjulegum aðferðum við að takast á við einsemd sína og angist og þar sem dauði hans lýtur ekki sömu lögmál- um og dauði annarra verður örlagasaga hans bæði einstök, áhrifarík og frumleg. Og þótt meintur dauði hans sé upphaf- lega fullkomin fjarstæða og algjörlega tilefhislaus ímyndun öðlast hann dýpri merkingu og almennari skírskotun effir því sem líður á söguna og endurfæðing- in kemur í ljós. Steinunn hefur áður leikið sér að því að snúa veröldinni á hvolf með því að velta við viðteknum hugmyndum um dauðann og líf eftir þetta líf. Síðasta orðið er t.d. ein allsherjar eftirmælaparodía þar sem skopast er að hástemmdum minningarskrifum íslenskra dagblaða. Þar skrifar ein persónan langt bréf að TMM 1998:3 www.mm.is 141
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.