Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 156
RITDÓMAR
ast um þetta. Það var þó ekki fyrr en með
Kristjáni Ámasyni skáldi og bókmennta-
fræðingi sem sonnettan hlaut fastan sess
sem ílát fyrir sérstæðan gamanskáldskap
á íslensku. Hátíðlegan, heimspekilegan,
með vísunum í sögu, bókmenntir og svo
ffamvegis, en með brosi út í annað eða
jafnvel dillandi fyndinn.
Þennan þráð tekur Kristján Þórður
upp í sonnettum sínum og þróar á sinn
hátt. Og eins og off er hjá Tómasi, Steini
og Kristjáni Árnasyni hentar honum að
lengja braglínurnar. f tveim sonnettum,
„Pylsusalinn hugsar með sér“ og „Vin-
konurnar kvöld eitt í júní“, er línulengd
hefðbundin; annars er atkvæðafjöldi
13-15.
Þessar löngu línur notar Kristján Þórð-
ur iðulega til að segja furðu miklar sögur í
stuttu máli. Skemmtilegasti kaflinn í fyrstu
ljóðabók hans, I öðrutn skilningi (1989), er
„Fólk á förnum vegi“. Þar fær hver persóna
gott rúm, eins og í „Öla“:
Nótt og leigubílnum Óli ekur
auðar, blautar götur, mannlaus torg.
Við Austurvöll hann ung hjón upp í tekur,
sem eru að koma af balli á Hótel Borg.
Rósa og Finnur ungu hjónin heita,
hatursfull þau rífast, garga og slá.
Rósa sakar Finn fyrir að leita
í fylliríum aðrar stelpur á.
En svipuð atvik iðulega henda,
er ekur Óli af böllum fólki heim.
Hann veit vel, hvernig svona erjur enda,
svo oft hann hefur verið vitni að þeim.
Er Finnur uppi í rúmi Rósu huggar
og Rósa í staðinn svalar hvötum Finns,
á kaffivagni aleinn Óli gluggar
í einkamáladálka Dagblaðsins.
I nýju bókinni teygir Kristján Þórður
ekki lengur lopann. Aðal-skáldskapar-
bragð hans þar er upptalningin sem
meðal annars er notuð til að þjappa lífi,
skoðunum og þrám persónanna í eina
línu svo að í einu kvæði geta verið allt
upp í átján manns („Gatan klukkan sjö
að kvöldi“) sem Iesandinn sér fyrir sér og
getur sjálfur samið sögu um. Einstök list
Kristjáns Þórðar er hvernig hann fléttar
nöfnum, sumum ekkert þjálum, inn í
ljóðin, og það eru ekki síst þau sem
ásamt svolítið hátíðlegu orðfærinu setja
hinn kímilega brag á sonnetturnar.
Kannski er ekki tilviljun að í tveimur
af bestu sonnettum bókarinnar eru
persónurnar fjórtán - eins og línur sonn-
ettunnar. önnur þeirra er titilljóð bókar-
innar, hin heitir „Á Þjóðarbókhlöðunni“:
Þorkell les ritgerð um kúgun á affískum
konum.
Kristína gáir hvort Leikur að stráum sé inni.
Ólafur spyr sig hvort Margrét sé hrifin af
honum.
Hallgrímur reynir að festa sér ártöl í minni.
Hólmfríður aflar sér heimilda um
langömmu sína.
Hrund safnar fróðleik um drepsóttir
liðinnaalda.
Magnea festir ei hugann við hagvöxt í Kína,
hún hlakkar til veislu sem Már segist ætla
að halda.
Sveinn vinnur fornleifaskrá upp úr
gagnagrunni.
Guðlaugur kynnir sér skemmdir á steypu í
frosti.
Rafn skoðar myndir frá Róm og á
kaffistofunni
spyr Rúnar hvað brauðsneið með skinku
og salati kosti.
Skyldi Guðmundur koma til Más? hugsar
Magnea dreymin.
Svona misjafnt er það sem fólk langar að
vita um heiminn.
Skáldið lætur röntgenaugu sín líða yfir
lestrarsal bókhlöðunnar og greinir hugs-
anir og áhugamál hvers og eins - en þegar
kemur að hinum mikilsverðu lokalín-
um spólar hann til baka til eina gestsins
sem var niðursokkinn í tilfinningamál
sín. Enn skiptir ástin sonnettuna mestu
máli.
154
TMM 1998:3