Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 158

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 158
RITDÓMAR 1 myrkvuðum salnum magnast upp sérstakur andi er meistarinn tekur lögin sem allir þekkja, um hlífðarlaust steypiregn, stúlkuna norðan af landi, stönduga vopnasala sem ljúga og blekkja, svarið sem vindurinn býr yfir, búgarð Möggu. Og Brynjólfur hugsar með trega um MR og Röggu. Þessi almenningur liínar í Ijóðunum, eins og dæmin hafa sýnt, vegna natni skáldsins og eftirtektargáfu. Hann tekur eftir smáu sem stóru og einmitt það smáa fyllir upp í myndirnar og gerir þær svo heillandi í bestu ljóðunum. Gott dæmi um þetta er „í Þingholtunum" sem dregur upp hliðstæður í'lífi karls og konu - sami pósturinn ber út til beggja, stutt í búðina fyrir bæði, þau heyra breimið í sömu köttunum á næturnar, sömu fféttirnar í sjónvarpinu á kvöldið, þau tala sama tungumálið og hann veit að þau skilja hvort annað: Við þekkjum hve rokið í borginni getur gerst grimmt þegar frystir, en við höfum aldrei snerst. Hin óvænta niðurstaða er að þó að þau eigi svona margt sameiginlegt þekkjast þau ekki. Rímorðin gerst/snerst eru gott dæmi um hvernig Kristján beitir stund- um hátíðlegu og skemmtilega stirðlegu málfari til að draga úr tilfinningasemi. Sonnettur Kristjáns Þórðar eru kennsla í að njóta augnabliksins þótt ekkert merkilegt sé að gerast. Ef við kunnum það getum við haldið ffá okkur tómleikanum, tilfinningunni um að ver- öldin sé fáránleg, eins og kemur fram í „Óskum þér til handa“. Bókin sem heild „is a showing forth of the way that poetry brings human existence into a fuller life,“ eins og Seamus Heany segir um Thomas Hardy í The Redress of Poetry (1995), gerir mannlega tilveru fyllri og auðugri. Hamingja hvunndagsins liggur á glámbekk, við þurfum ekki annað en rétta út höndina og grípa hana. „Laugar- dagsmorgunn" og „Samvera" minna bæði á sönginn Ijúfa eftir Benny Ander- sen um Nínu, morgunbaðið og kaffið sem alveg er að verða til. Hjá Kristjáni baka hjónaleysin, fara í bíltúr um Heið- mörk, borða grillaðan kjúkling, fara í leikfimi... Og rokklögin gömlu sem eru í uppáhaldi. Undir sturtunni: sápa á nöktum kroppi. Og birtan, sem endurkastast af kvikmynda- tjaldi, á kinn þinni og hálsi og blússu. Miðstærð af poppi. Af samskiptum við þig mun meiri hamingja hlýst en hreinskilið viðtal í Mannlífi gæti lýst. Jafnvel sorpið sem borið er út í „Arna að fara út með ruslið" segir sína sögu af ánægjustundum hversdagsins. Allt um lífið vitni ber. Kristján Þórður vill öllu fólki vel, ekki síður en persóna hans Jóhann. Hafi les- endur ekki fengið þau skilaboð eru þau ítrekuð í lokaljóðinu „Fólk“. Við göng- um undir ýmsum dulnefnum, segir þar, heitum neytendur, hlustendur, stuðn- ingsmenn, greiðendur, bókasafnsgestir, úrtak, fjöldi, múgur, kaupendur, öku- menn. í sonnettunum komumst við að því að „fólk er margt annað og rneira". Megi þær komast til sem allra flestra. Silja Aðalsteinsdóttir „Með rætur á himni“ Sigurður Pálsson: Ljóðlínuspil. Forlagið 1997. Ljóðlínuspil er níunda ljóðabók Sigurðar Pálssonar, sú þriðja og væntanlega síð- asta sem kennd er við „ljóðlínur", en áður komu út Ljóðlínudans (1993) og Ljóðlínuskip (1995). Feril sinn hóf Sig- 156 www.mm.ts TMM 1998:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.