Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 160

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 160
RITDÓMAR og segir í lokalínum ljóðsins: „Enn færir dansinn okkur/Nær hinu eina“. Eitt af því sem einkennir ljóðagerð Sigurðar er efasemdir um að til sé ein- hver stórisannleikur sem hafinn er yfir allan vafa. Þetta á sinn þátt í að ljóð hans virka sífersk á lesandann - sjónarhornin eru mörg, sannleikurinn er ekki einn. Þessi efi birtist með eftirminnilegum hætti í ljóðinu „Seguldans" þar sem skáldið dregur í efa að auðvelt sé að full- yrða hver sé gerandi og hver þolandi, hvað sé ffumlag og hvað andlag. Upphaf ljóðsins er svohljóðandi: Dropi vatns í olíuflekki Olíudropi í vatnsflaumi Hvað nálgast eiginlega hvað í þessum seguldansi? Tek ég þessi dansspor Eða taka þau mig? Slíkar heimspekilegar vangaveltur eru mjög algengar í ljóðum Sigurðar Páls- sonar, hann er sífellt að minna á að ekki beri að ganga að neinu sem gefhu, okkur ber að efast um gildi alls og vera reiðu- búin að breyta viðhorfum okkar og gildismati. í ljóðinu „Hið ósýnilega“ I gagnrýnir skáldið þá ofuráherslu sem lögð er á hið sýnilega í dag: „En hið ósýnilega ósýnanlega/Er líka til/Örsmæðin litn- ingarnir/Óendanleikinn/Bakvið/Undir/ Y fir/Er líka til“. Þetta er þörf ábending til nútímafólks, sannindi sem ætíð ber að hafa í huga. Manneskjan er Sigurði einnig stöðugt umhugsunarefhi og það á líka við um þessa nýjustu bók hans. Ljóð hans geyma mörg hver eftirminnilegar athuganir á mannlegu eðli. Vel og frumlega er ort um manninn í stórborginni í ljóði í fyrsta hluta bókarinnar sem heitir „1 borgar- frumskógi“. Þar er nútímamönnum lýst sem rótslitnum trjám sem gengur ekkert ofvel að skjóta rótum í borginni. 1 upp- hafi annars ljóðs er þessi kostulega mynd dregin upp: Er ennþá líf í sverðinum? Trosnaðar rætur skakldappast í ófríðum íþróttaskóm Pókersvipur eina íþróttin Skýtur ekki rótum hér Hnyttilegur mannskilningur kemur ffam í ljóðinu „Himnastigi“. Ljóðið hefst á bernskuminningu þar sem ljóðmæl- andi liggur á eldhúsgólfinu fimm ára gamall og uppgötvar „nýtt sjónarhorn“ er hann virðir fyrir sér fætur kvennanna: Löngu síðar skildi ég Að manneskjan er dragspil Emjandi harmonikka Þanin af þrá Milli jarðar og himins Himnastigi Alla leið frá ökkla Sjónarhorn Sigurðar á manninn er nokkuð fjölbreytt, stundum skoðar hann hann úr nokkurri fjarlægð líkt og hlutlaus áhorfandi t.d. fylgist hann með erfiðum samskiptum kynjanna í ljóðinu „Samskipti“, stundum er hann þátttak- andi eins og í prósaljóðinu „Miðja vega“ sem getið var um hér að framan. Sum ljóða hans lýsa persónulegri reynslu en hafa jafnframt miklu víðari skírskotun. Sem dæmi má nefna ljóð VI í bálki er nefnist „Þýtt úr þögn“. í því lýsir ljóð- mælandinn þeirri nöturlegu lífsreynslu að vera búinn að gleyma hvar fjöll bernskunnar voru í upphafi. Hann sem hélt að þau gætu aldrei haggast. Það er ljóst af ljóðum Sigurðar Páls- sonar að hann skoðar heiminn af æðru- leysi og lýsir bæði neikvæðum og já- kvæðum hliðum hans. Ádeila hans er hófsöm og án stóryrða, stundum gam- ansöm en oftar þó alvarleg. Greinileg 158 www.mm.is TMM 1998:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.