Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 10
MASSIMO RIZZANTE úr klaustrinu) frá 1982, umhverfið, ætlunarverkið, sé af ætt sögulegu skáld- sögunnar. Ert þú sammála þeirri skilgreiningu? J.S.: Ég er þeirrar skoðunar að það skipti engu máli hvort skáldsaga sé söguleg eða ekki. Ég held því fram að allar skáldsögur séu í eðli sínu sögulegar og að þær geti ekki verið annað en sögulegar. í þessu sambandi vil ég ennfremur taka fram að ef maður lítur þannig á málin þá gildir einu hvort verið er að fást við hinn svokallaða liðna tíma eða hinn svokallaða samtíma (þó vil ég taka þetta fram: skáldsagan er ævinlega skrifuð á sínum tíma, og segir þar af leið- andi meira um þann tíma en tímann sem rithöfundurinn er að fást við). Þegar ég stóð dag einn fyrir framan Mafraklaustrið og hugsaði með mér: „Þetta langar mig að festa á bók“, var ég þá að hugsa um að skrifa sögulega skáldsögu? Nei. Ég var að hugsa um það erfiði, þær fórnir sem þúsundir manna þurftu að færa, en margir þeirra voru neyddir til að reisa þessa bygg- ingu til heiðurs hans hátign. Þetta var hvatinn að því að ég fór að skrifa Memorial do convento. Svo einfalt er það. M.R.: Memorial do convento fjallar um byggingu Mafrakirkjunnar, sem Jó- hannes 5., konungur Portúgals, lét reisa á árunum 1713-1730, en hún var vígð það ár. Inn í þessa frásögn er fléttað annarri fr ásögn sem einnig byggir á raunverulegum atburðum sem gerðust samtímis því sem verið var að reisa kirkjuna: þróun hins hugmyndaríka jesúíta Bartolomeu Lourem;o de Gusmao á fyrsta loftfarinu (sem fyrst var flogið árið 1709, það er að segja rúmlega sjötíu árum áður en Mongolfierbræður fóru í sína frægu flugferð). Og þriðji meginþráður bókarinnar fjallar um vélabrögð Páfagarðs, sem raunar bregður fyrir í öllum skáldsögunum, en flestallar persónurnar verða fyrir barðinu á þeim, jafnvel Jóhannes 5. og jesúítinn snjalli. Loks er það sag- an af Baltasar og Blimundu, fulltrúum alþýðunnar sem mannkynssagan gleymir yfirleitt. Ef mér skjátlast ekki eru þau Baltasar og Blimunda raunar einu persónurnar í bókinni sem þú býrð alfarið til. Hvers vegna ákvaðst þú að láta skáldsöguna gerast á 18. öld? Auk þess ber þessi skáldsaga, öfugt við aðrar skáldsögur þínar, vitni um sérstaka natni við byggingarvinnuna á henni, rétt eins og byggingin eigi að minna á byggingu Mafraklaustursins. Hvað viltu segja um þetta? J.S.: Ég vil byrja á því að leiðrétta eitt: loftfar (passarola) Bartolomeu Louren<;o de Gusmao fór aldrei á loft. Það varð aldrei annað en áform, rétt eins og önnur uppfmning hans sem átti að dæla sjó úr skipum. Hið portú- galska þjóðarstolt verður að sætta sig við hugmyndina eina. Það að farið skuli fljúga í skáldsögunni minni skrifast annars vegar á reikning hugmyndaflugs 8 www.mm.is TMM 1998:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.