Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 11
SAGA MANNKYNSINS ER AÐEINS SAMTÍMASAGA höfundarins, hins vegar á reikning löngunar hans til að framíylgja einhvers konar skáldskaparréttlæti og rétta hlut jesúítans og villutrúarmannsins snjalla. Það sem ég sagði um Levantado do chao á einnig við þarna: ég valdi ekki, ég var valinn. Ég er ekki einn þeirra skáldsagnahöfunda sem eru sífellt á höttun- um eftir viðfangsefni, eru hikandi hvort þeir eigi að taka íyrir viðfangsefni eitt, tvö eða þrjú, og velja loks eitt þeirra en eiga hin tvö í handraðanum. Ég lýk hins vegar oft við bók án þess að hafa hugmynd um þá næstu, sennilega vegna þess að ég tek aldrei aftur upp viðfangsefni sem ég hef einu sinni feng- ist við. Ef ég hefði skrifað Tarsan apamann, þá get ég svarið að ég hefði aldrei skrifað Tarsan og vinkonu hans eða Son Tarsans... Hvað Blimundu og Baltasar varðar, þá er það rétt að ég, sem hef ítrekað sagt að ég búi ekki til persónur mínar, ber alfarið ábyrgð á þeim: þýðir það að í mér búi dálítill skáldsagnahöfundur þrátt fýrir allt? Ég er sannarlega enginn arkitekt, en ég held þó að ég hafi notað ýmsar aðferðir arkitekta þegar ég var að þróa bygginguna á Memorial: þyngdarpunkta, dreifingu krafta, samræmi skrautsins. M.R.: Hér, rétt eins og í Levantado do chdo, er höfundurinn alsjáandi: stund- um er hann einhvers konar samtímaskrásetjari atburða, stundum afkom- andi sem minnist atburða og eykur við þá eigin reynslu. Þannig dregur hann upp skakka mynd af því tímabili sem hann er að lýsa. Þar af leiðandi, ef ég má leyfa mér að nota myndlíkingu úr tónlist, bregður fyrir mismunandi tónteg- undum: í fyrra tilfellinu er tóntegundin epísk-harmljóðræn, en í því síðara er hún háðsk. Er þetta ákveðin leið til að endurtúlka mannkynssöguna? Og hvað getur skáldsagan haft sérstakt ffam að færa varðandi mannkynssög- una? J.S.: Ég er ekki viss um að sögumaðurinn gegni þessum tveimur hlutverkum enda þótt myndlíkingin sé góð hjá þér. Bandarískur gagnrýnandi líkti einmitt ástarsögunni um Baltasar og Blimundu við flautustef sem flýtur hár- fínt ofan á gríðarlegu tónaflóði stórrar hljómsveitar. Svo ég haldi mig við þessa líkingu, þá myndi ég segja að háðið búi í þessari sögu eins og flautustef, en með óþægð og stundum dapurlegri beiskju klarinetts. Fyrir svo utan að höfundurinn er sýknt og heilagt að hæðast að sjálfum sér. Það er rétt að þetta er ákveðin aðferð til að endurtúlka mannkynssöguna, sýna að mannkynssagan er alltof oft tekin alvarlega þegar hún hellist yfir okkur hrekkleysingjana eins og fyrirlestur. Skáldsagan getur sagt ýmislegt um mannkynssöguna sem hún segir aldrei um sjálfa sig, sagt frá einföldum sannleika um manninn, mismunandi eða alþekktum, sannleika sem ekki TMM 1998:4 www.mm.is 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.