Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 16
MASSIMO RIZZANTE allt sem skrifað er, narsissískar, sjálfhverfar æfingar, en öfugt við það sem al- mennt er talið er hann Narkissos ekki alltaf jafn hrifinn af eigin spegil- mynd... M.R.: Síðasta skáldsaga þín ber titilinn Ensaio sobre a cegueira (Ritgerð um blindu). Hún gerist í borg sem ekki er nefnd, í landi sem er heldur ekki nefnt og í upphafi sögunnar nemur bifreið staðar á rauðu ljósi. Þegar umferðar- ljósið skiptist yfir á grænt fer bíllinn ekki af stað. Bílstjórinn er „bilaður“. Hann varð skyndilega blindur. Blinda hans er smitandi og brátt eru allir komnir með þessa ókunnu farsótt. Hér er á ferðinni öflug skáldsöguhug- mynd, eins og ævinlega í bókum þínum, en þú ert engu að síður tortrygginn út í hið „skáldsögulega", gagnvart meðölum skáldsögunnar (söguþræði, spennuþætti...). Raunar kallar þú skáldsögur þínar oft öðrum nöfnum, rit- gerð, frásögn, handbók, minnisblöð. J.S.: Ég læt mér nægja að meginhugmyndin sé, svo ég noti þitt mjög svo vin- samlega orðalag, „öflug skáldsöguhugmynd“, svo öflug að hægt sé að komast af með sem minnst af aukameðulum, svo sem lýsingum og áhrifsbrögðum. Ég vonast til þess að lesandinn missi ekki sjónar á undirstöðum byggingar- innar, bindiefninu. Ég hef til dæmis aldrei haft áhuga á því að lýsa útliti per- sóna nákvæmlega. Það sem máli skiptir fyrir mig, er að persónan sé í samræmi við byggingu skáldsögunnar. Ég ímynda mér að ákvörðun mín að hafa skáldsögur mínar með titlum sem minna meira á fræðsluefni en skáld- skap sé sprottin af þessari þörf fyrir að vera nákvæmur. Ég hef stundum sagt að ég sé ekki rithöfundur, heldur ritgerðahöfundur sem hafi nauðugur vilj- ugur leiðst út í að skrifa skáldsögur vegna þess að hann gat ekki skrifað ritgerðir... M.R.: Persónurnar í Ritgerð um blindu eru nafnlausar. Lentir þú í einhverjum tæknilegum erfiðleikum í sögunni vegna þessa nafnleysis þeirra? J.S.: Já, í fyrstu. Þó freistaði það mín aldrei að nefna þær. Auk þess fannst mér það út í hött að fylgja þeim vana að nefna persónurnar við þær óvenjulegu kringumstæður sem ég kom þeim í. Hvaða tilgangi hefði það þjónað að kalla lækninn Francisco, eða stúlkuna með reyklituðu gleraugun Mariönu? Þó verður að segjast eins og er, að algert nafnleysi er óhugsandi, því þá myndi frásögninni ekki vinda fram, hún myndi koðna niður. Satt er það að læknir- inn er nafnlaus, en það að titla hann lækni er á vissan hátt að nefna hann. Þetta er eins og að læsa dyrum, fleygja lyklinum og spenna dyrnar síðan upp aftur með kúbeini... 14 www.mm.is TMM 1998:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.