Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Page 20
ANNA AKHMATOVA
beindum för um borgarstræti auð
uns komum saman hér sem náir fölir
sólin lágt á lofti, Néva í þokuhjúp,
en langt í fjarska syngur vonin enn.
Svo fellur dómur ... jafnskjótt fossa tárin,
öllum fjarri ein úr hópnum stendur
sem væri hún slegin, henni feykt um koll
og hjartað slitið burt úr hennar brjósti
þó stendur hún ... og skjögrar burt... alein.
Hvar eru nú þær stöllur sem ég átti
árin tvö í Satans heljargreipum?
Hvað sjá þær nú, í hryðjum Síbiríu,
hvað dreymir þær er tungl á himni skín?
Þeim skal nú helguð hinsta kveðja mín.
Mars 1940
Inngangur
Þetta var þegar enginn brosti
nema þeir dauðu, hvíldinni fegnir,
og Leningrad blakti einsog óþörf viðbót
utan á fangelsum sínum.
Fylkingar dæmdra fóru hjá
vitinu firrtar af kvöl
og eimpípur lestanna léku
sitt örstutta kveðjulag.
Yfir oss skinu stjörnur dauðans
og Rússland engdist án sakar
undir blóðugum stígvélasólum
og hjólbörðum vagnanna svörtu.
Þeir leiddu þig burt í dögun,
sem líkfylgd elti ég þig,
í þröngri forstofu grétu börnin,
á altarishillunni kerti brann.
Á vörum þínum kaldur íkons koss,
ennið dauðasveitt... Því gleymi ég ei! -
Einsog skotliðakonurnar forðum
mun ég kveina undir Kremlarmúrum.
1935. Haust. Moskva.
18
www.mm.is
TMM 1998:4