Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 38
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON leikhús, staður þar sem verið er að sýna atburði, ekki staður þar sem þeir eru að gerast hér og nú. Þetta kann að virðast alveg augljóst, en það var þó einmitt metnaður natúralismans að skapa slíka blekkingu. Óhætt er að segja að hið strang-dramatíska form sé nú sjaldgæft orðið í leikhúsi. Það er að sjálfsögðu ekki verk Brechts eins heldur margra, meðal annars hafa kvik- myndir haft mikil áhrif í þá veru. Eftir hvem er leikritið? Að undanförnu hefur Bertolt Brecht mátt sæta því að vegið væri harkalegar að starfsheiðri hans og mannorði öllu en ég þekki dæmi um úr bókmennta- sögunni. Endurómur af þessari aftökutilraun hefur meiraðsegja borist til íslands í greinum próf. Arnórs Hannibalssonar í Morgunblaðinu síðastliðinn vetur, sem við Þorsteinn Gylfason andmæltum.28 Þó ekki sé ætlunin að fara mjög nákvæmlega útí þessa sálma hér, verður vart hjá því komist að fjalla lít- illega um þá aðför sem hinn svissnesk-ensk-bandaríski höfundur John Fuegi hóf með bók sinni Brecht og kompaní 1994.29 Hóf, segi ég, því með bókinni hefst vissulega nýr áfangi, þó reyndar sé alllöng hefð fyrir því að hræða börn- in á Brecht og gera hann að Grýlu. Ég leiði hjá mér flest það sem skrautlegast er hjá Fuegi, svosem samlíkingu Brechts við þá Hitler og Stalín, eða ásökun- ina um að hann hafi verið beinlínis valdur að dauða Margrétar Steffin úr berklum og því - óbeint - að Rut Berlau brann inni átján árum eft ir lát hans, en mun einskorða mig við tvö eða þrjú atriði. Það var á allra vitorði sem umgengust Brecht og sömuleiðis allra sem síðar kynntu sér ævi hans, að hann var mikið uppá kvenhöndina og sóttist mjög eftir félagsskap kvenna. 26 ára gamall hafði hann átt þrjú börn með þremur konum og var giftur þeirri í miðið. Eftir að þau skildu kvæntist hann svo nokkru síðar þriðju barnsmóðurinni, Helenu Weigel leikkonu. Alla ævi átti hann þó vingott við fleiri konur en eiginkonuna. Fuegi gerir mikið úr ,siðleysi‘ Brechts í kvennamálum og reynir að telja mönnum trú um að hann hafi sífellt verið að blekkja konurnar á vbd og draga þær á tálar. Sannleikurinn er þó auðvitað sá að engum þeirra duldist afstaða hans til hjónabands og ásta. Og að halda því fram að þær hafi talið að þær gætu ,átt‘ hann einar er að væna þær um meiri grunnhyggni en góðu hófi gegnir. Helena Weigel giftist honum í Berlín 1929 rétt áður en hún ól síðara barn þeirra, bjó með honum alla útlegðina og seinni Berlínarárin og lifði hann. Hún vissi áreiðanlega að hverju hún gekk. Hún var nokkrum sinnum að því komin að skilja við hann, en hélt hann út. Dóttir Weigel, Barb- ara Brecht leikkona, hefur eftir henni: „Hann pabbi þinn var mjög trygg- lyndur maður. Því miður var hann trúr of mörgum.“80 Og þegar Brecht var 36 www.mm.is TMM 1998:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.