Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 44
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON orðalag annarra er hæpið að tala um ritstuld ef um raunverulega nýsköpun er að ræða. „Eitthvað verður maður að hafa til að standa á áður en maður byrjar á bók,“ sagði Halldór Laxness þegar hann var spurður um notkun sína á dagbókum Magnúsar Hjaltasonar í Heitnsljósi,40 Tiltölulega fá leikrit Brechts eru að öllu leyti sjálfstæð. Að baki flestra þeirra er einhver fyrirmynd. í skáldverkum sínum gengur hann að sjálfsögðu í þýska arfleifð - ekki síst til skopstælingar - en meira þó í ensk-ameríska, nokkuð í franska, og mikið í kínverska og japanska hefð, svo dæmi séu tekin. En þegar betur er að gáð kemur nánast alltaf í ljós að fýrirmyndirnar eru fyrst og fremst kveikja, gjarna á þann veg að hann ritar gegn þeim, og útkoman verður mjög ólík. Það gildir jafnt um Baal sem Krítarhringinn svo tvö dæmi séu tekin, annað við upphafið en hitt seint á ferli hans. Þessi tilhneiging er greinilega skyld þeirri þörf hans, sem lýst er nokkuð hér að framan, að vinna með öðru fólki. Það er hinsvegar misskilningur að þetta þýði að hann sé ekki höfundur verka sinna. Afhverju setja menn saman bók á borð við Brecht og kompanP. Því er ekki alveg auðsvarað. Tilgangurinn er að minnstakosti ekki sá að bera sannleik- anum vitni, til þess er hneigðin of römm svo vitnisburður bókarinnar verður allur skakkur. Reyndar má hún teljast akademískt hneyksli því höfundur hefur mjólkað ýmsa virtustu vísindasjóði heims til að semja rit sem enginn fræðimaður getur tekið mark á. Hinsvegar er bókin til þess fallin að slá ryki í augu þeirra sem lítt þekkj a til Brechts og þeim er kannski ekki láandi þó þeir taki Fuegi trúanlegan. Þeir þurfa þó raunar að trúa ansi miklu. Tilaðmynda því að Brecht hafi verið nánast óskrifandi. Að þetta varmenni og afstyrmi í mannsmynd, sem vekur óhugnað okkar, hafi verið elskaður ofurheitt af fjölda gáfaðra kvenna og átt létt með að laða að sér mikla hæfileikamenn. Fuegi þótti í upphafi nokkuð ógagnrýninn á Brecht,41 en breytingin úr líkvini í líkræningja og líkætu er alþekkt sálfræðilegt fyrirbæri. Bersýnilega er mikil freisting fýrir karla að slá sig til riddara og ríða á hinni voldugu bylgju femínismans. Sömuleiðis hlýtur að vera freistandi fyrir prófessor í bók- menntum að valda straumhvörfum í bókmenntasögunni, og líklegt til mik- illar sölu að skrifaða mergjaða bók þar sem frægur maður er tættur í sundur og sekur fundinn um níðingsverk. Brecht og kommúnisminn Til eru þeir menn sem álíta að Brecht og fleiri höfundar hafi fyrirgert öllum trúverðugleika afþví þeir voru kommúnistar. Kommúnisminn er hruninn, uppvís að herfilegum glæpum, þarf frekar vitnanna við? Til eru einnig þeir menn hér á landi, sennilega ekki mjög margir þó, sem telja að Halldór Kiljan 42 www.mm.is TMM 1998:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.