Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 55
Jón Viðar Jónsson Að tjaldabaki í Iðnó veturinn 1934-35 Úr bréfum Gunnars R. Hansens Nafn Danans Gunnars R. Hansens mun jafnan skipa veglegan sess í sögu íslenskrar leiklistar á þessari öld.1 Hann var aðalleikstjóri Leikfélags Reykja- víkur ffá 1950 til 1958 og setti þá á svið flestar markverðustu sýningar leik- hússins. Þetta var eríiður tími á ferli Leikfélagsins, sem þurfti í raun og veru að sanna sig á nýjan leik í harla ójafnri samkeppni við Þjóðleikhúsið, sem var opnað vorið 1950 og tók til starfa af fullum kraft i haustið eft ir. Gunnar vann á þessum árum ómetanlegt starf í þágu leiklistarinnar, og það er önnur saga og ekki jafn skemmtileg, að leikhúsið taldi sig engin not hafa fýrir krafta hans síðustu árin sem hann lifði. Hann andaðist í Kaupmannahöfn 1. desember 1964, sextíu og þriggja ára að aldri.2 • Gunnar R. Hansen er vafalítið einn fjölhæfasti leikhúsmaður sem hefur náð að setja mark sitt á íslenska leiklist. Er vandséð, hvernig Leikfélagið hefði getað sigrast á öllum erfiðleikum þessara ára, hefði það ekki haft öðrum eins krafti á að skipa. Hann var slíkur kunnáttumaður á sviði leikmynda- og bún- ingagerðar, að hann gerði langoftast sjálfur uppdrætti að leikmyndum og búningum í sýningum sínum. Hann var ágætlega tónlistarmenntaður, hafði á unga aldri numið orgel- og píanóleik við einn virtasta skóla Parísar í tvö ár, og átti hægt með að semja lög eða undirspil fýrir leiksviðið. Auk þess var hann þrautreyndur kvikmyndagerðarmaður, samdi nokkur kvikmynda- handrit að leiknum myndum og gerði fjölda heimilda- eða fræðslumynda á árunum 1940-50, flestar á vegum ríkisstofnunarinnar Dansk kulturfilm. Raunar var það reynsla hans af kvikmyndagerð sem beindi honum til íslands sumarið 1950. Eftir að hann settist hér að, gerði hann nokkrar ff æðslumynd- ir jafnhliða leikhússtarfmu. Kynni Gunnars af íslandi og íslendingum voru um þetta leyti gamalgróin. Hann hreifst ungur af verkum Jóhanns Sigurjónssonar og Guðmundar Kambans og kynntist hinum síðarnefnda vel.3 Fjölskylda hans var bæði listelsk og auðug; faðir hans, Robert Hansen, var annar aðalforstjóri eins af TMM 1998:4 www.mm.is 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.