Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Page 57
AÐ TJALDABAKI 1 IÐNÓ VETURINN 1934-35 laðaði til sín unga listamenn og var bóhem fram í fingurgóma. Tókst náin vinátta með þeim Gunnari og Ib, sem veitti honum aðgang að eftirlátnum gögnum Jóhanns og gerði hann að erfingja sínum áður en hún dó. Afhenti Gunnar Landsbókasafni íslands alla pappíra Jóhanns eftir stríð. Það var einnig af hans hvötum, að Ib skrifaði endurminningar sínar, Mindenes bes0g, sem komu út á dönsku 1932 og íslensku 1947. Um skeið vann Gunnar einnig að því að búa til prentunar ritsafn Jóhanns, sem áformað var að kæmi út hjá Gyldendal. Varð vinna hans að því til þess, að þeir Lárus Sigurbjörnsson tóku upp samband.10 Lárus, sem átti eftir að verða helsti brautryðjandi íslenskra leiksögurannsókna, var þá ungur og at- kvæðamikill í Leikfélagi Reykjavíkur. Hann var formaður þess frá 1933-35 og réð Gunnar seinni veturinn sem aðalleikstjóra félagsins. Setti Gunnar þá á svið fimm af sex sýningum leikársins. Af fyrirhugaðri heildarútgáfu á verk- um Jóhanns Sigurjónssonar í Danmörku varð hins vegar aldrei; Gyldendal treysti sér ekki í hana, þegar á hólminn kom. Vinna Gunnars nýttist þó Máli og menningu við útgáfuna á ritsafni Jóhanns árið 1940.11 Því er ekki að leyna, að listamannsferill Gunnars í Danmörku var þyrnum stráðum. Eftir skipbrot Kammerspilscenen var hann ráðinn að Konunglega leikhúsinu einn vetur, en fékk þar hin lítilfjörlegustu verkefni, sem urðu honum til engrar frægðar.12 Að lokinni dvöl sinni á íslandi var hann ráðinn leikstjóri í Árósum veturinn 1935-36, þar sem hann setti m.a. Pétur Gautá svið. Eftir það er ekki að sjá, að honum hafi boðist fleiri verkefni við dönsk at- vinnuleikhús. Á seinni hluta fimmta áratugarins starfaði hann nokkuð með áhugaleikurum á vegum danska kommúnistaflokksins, sem hann gekk í haustið 1945. Einnig setti hann á svið leikrit Jóhanns Bóndann á Hrauni með þýskum flóttamönnum sem þá var margt af í Danmörku. Gunnar var sann- færður kommúnisti og mun ekki, eftir bréfum hans og öðrum skrifum að dæma, hafa efast nokkru sinni um lokasigur Sovétríkjanna í viðureign þeirra við kapítalismann. Eftir að allar leiðir höfðu lokast honum í leikhúsinu, fann hann kröftum sínum framrás í kvikmyndagerð, sem fýrr er nefnt. Hafði hann nóg að starfa við hana á öllum fimmta áratugnum, enda var gróska þá mikil í danskri heimildamyndagerð. Á sama tíma voru gefnar út þrjár skáldsögur eftir hann, tvær um söguleg efni, Drama pá slottet (1944), Den nogne Sten (1945) ogein glæpasaga, Hvem dommer? (1946). Batt Gunnar miklar vonir við þær, og olli það honum sárum vonbrigðum, hversu daufar undirtektir þær fengu.13 í Danmörku er nafn hans nú algerlega gleymt; hans er t.d. hvorki minnst í hinu mikla mannfræðiverki Dana, Dansk biografisk leksikon, né vönduðu yf- irlitsriti um danska leiksögu, sem kom út fyrir nokkrum árum, Dansk teaterhistorie (Kbh. 1992). TMM 1998:4 www.mm.is 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.