Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 63

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Qupperneq 63
AÐ TJALDABAKI 1 ÍÐNÓ VETURINN 1934-35 mestu stjörnuhlutverkum danskra leikbókmennta; Árni Eiríksson lék það fyrstur íslenskra leikara árið 1905 og Lárus Pálsson fór á kostum í því skömmu áður en hann dó 1968. Á frumsýningardaginn sest leikstjórinn við að skrifa vini sínum, Poul Juhl leikara. Juhl var ekki aðeins æskufélagi hans og skólabróðir úr menntaskóla; hann var einnig leikari að starfi og hafði verið í hópi helstu leikenda við Kammerspilscenen, sem áður er greint frá. Gunnar er ærið kvíðafullur, eins og ekki er fátítt um leikstjóra á slíkum stundum, og kveðst ekki vita, hvernig fyrri sýningar þeirra á klassískum leikritum hafa verið, og þekki því ekki væntingar áhorfenda - en ekki finnst mér þetta nú vera beinlínis meistaralegt. Bara þeir séu nú ekki svo barnalegir að halda að ég geri leikarana að snillingum eins og ekkert sé! Sem kunnugt er elska allir amatörar klassíkina og geta aldrei leikið hana. Og úr því við sjálf þarna niður frá eigum í basli með að leika Holberg svo að hann gneisti af lífi (það er svo mikið af bulli hjá honum, og svo margt undarlega kalt og ómannúðlegt), geturðu rétt ímyndað þér að ekki verður það betra hér. Það eina sem hægt er að gera við Holberg er að gera hann skemmtilegan, og til þess þarf góða krafta - og því miður er húmor- inn ekki sterka hlið þeirra hér upp frá, sérstaklega ekki hjá Jeppa; hann túlkar ljómandi vel þyngslaganginn, sveitamennskuna og vesöldina - en allt hitt leikur hann jafn þyngslalega, og er alltaf hálftíma að hugsa eina hugsun til enda. Hefur dauðaþögn milli allra setninga, mér hefur verið lífsins ómögulegt að hrista upp í honum. Og það drepur þetta allt óneitanlega niður.28 Hann kveðst hafa reynt að gera sviðsetninguna eins skemmtilega og frekast var unnt og lýsir helstu atriðum hennar stuttlega. M.a. hefur hann fléttað dansatriðum og látbragðssýningum við hljómsveitarundirleik inn í sýninguna. Niðurstaða hans um leikarana hljóðar svo: „Amatörar, það eru þeir svo sannarlega! En sumir eru mjög færir, Nilla [Gunnþórunn Halldórs- dóttir] er frábær, mikil upprunaleg leikgáfa (et Urtalent), sæt, þybbin frauka um fimmtugt [ hún var rúmlega sextug], en hana skortir aftur á móti styrk at- vinnuleikarans til að standa undir hlutunum til lengdar, tilteknum aðstæð- um - það getur enginn þeirra. Og þann styrk er ekki hægt að gefa þeim.“ Hann er bjartsýnn á „að næsta sýning verði betri, það er nútímaverk (ís- lenskt), mjög dramatískt, gróft, næstum hrátt og ruddalegt, en mjög gott. - Það er skrifað af Laxness, mesta hæfileikamanni meðal íslenskra skálda af yngri kynslóð - hin mikla skáldsaga hans, Salka Valka, er nýkomin út á dönsku, þú ættir að lesa hana, ef þú kemst í hana. Þar vottar ekki fýrir forn- sögunum, engir göfugir gamlir bændur, eða skemmtileg vinnuhjú, ráðskon- ur eða indælir smalar - heldur kemur allt beint úr nútíðinni, hún angar TMM 1998:4 www.mm.is 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.