Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Page 65
AÐ TJALDABAKI í IÐNÓ VETURINN 1934-35 Allt var þetta einn angi af fyrri væringum í kringum ábyrgðarmannafélagið og endalok þess. í grein sinni finnur Freymóður verki Gunnars flest til foráttu: fortj aldið sé eins og líktjald „með hörð og drepandi áhrif á heildargang leiksins“ og svo sé stofa barónsins, þar sem Jeppi vaknar upp úr vímunni, alltof fátækleg: „Veggirnir voru auðir og tómir - vinstra megin háar glerhurðir, gripnar úr nýjustu þýskri byggingagerð, borðið átti víst að vera í rokokó-stíl og rúm- stuðlarnir á rúmi barónsins voru í einhverjum snúnum jólakertastíl. Allt var þetta sitt úr hverri áttinni, stíllaust, fátæklegt - vanvirðulega meiningarlaust og hefi ég aldrei fyrr séð svefnherbergi barónsins frá tíð Jeppa svo aumlega útlítandi. Hvar var stílþekkingin? Það var engin furðaþó Jeppi ætti erfitt með að komast í reglulega hrifningu yfir allri þessari dýrð og þessu skrauti." Einnig setur hann út á tré í útiatriði sem sveigist í aðra átt en háloftaskýin á himintjaldinu aftast á sviðinu. Gunnar gat að sjálfsögðu ekki setið þegjandi undir slíkum skömmum. í svargrein sinni skýrir hann frá því að Freymóður hafi neitað að „taka við leiksviðsstjórn“ undir sinni umsjá og því sé ótilhlýðilegt af honum að setja sig í dómarasæti um verk sitt í opinberu málgagni; það sé svipað og ef leikari, sem ekki hefur fengið hlutverk, tæki að gagnrýna verk hinna sem teknir hefðu verið fr amyfir hann. Um danssýningarnar segist hann fylgja venju allt frá dögum Holbergs og svarta tjaldið eigi einungis að hafa hlutlausa verkan. Hann telur sig hafa næga stílþekkingu á húsbúnaði á dönskum herrasetrum og kveðst m.a. hafa stuðst við tiltekna mynd í Louvre-safninu við gerð stof- unnar. Hvað trjástofnana varðar, finnst honum skjóta nokkuð skökku við, að Freymóður álíti storminn geta sveigt trjástofna sem séu alin í þvermál, og skrifar: „Þetta er alveg út í loftið, ekki er stormurinn hjá okkur það sterkur. Hins vegar sveigja staðvindar úr vestri ungar trjáplöntur til austurs, og þegar þær verða að fullorðnum trjám, geta þær því miður ekki rétt sig við í þveröf- uga átt... “33 Freymóður svaraði Gunnari nokkrum dögum síðar, sagðist aldrei hafa neitað að vinna undir hans stjórn og hélt gagnrýni sinni á leiktjöld hans til streitu.34 Maður með andlegan þroska Jeppa geti ekki orðið hrifinn af auð- um flötum og löngum línum. Gunnar sjálfan sagði Freymóður meinlítinn og getulítinn og best geymdan heima hjá sér. Umræðan var sem sé komin á það lága plan, sem íslenskar blaðadeilur um leiklist hafa löngum viljað falla niður á. Gunnar gerði því hið eina hyggilega, hætti að ræða við Freymóð, en birti langa grein um leiktjöld í næstu leikskrá Leikfélagsins, þar sem hann varði stefnu sína óbeint.35 TMM 1998:4 www.mm.is 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.