Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 73
AÐ TJALDABAKl í IÐNÓ VETURINN 1934-35 Gunnar víkur hér að máli, sem ekki hefur verið mikið haft á orði, a.m.k. í seinni tíð, drykkjuskapnum sem mátti heita landlægur í Iðnó á þessum árum. Haraldur Björnsson minnist raunar nokkuð á þetta í sjálfsævisögu sinni.51 Ljóst er, að þessi vandi fylgdi Leikfélaginu ffá upphafi vega; þannig drakk einn vinsælasti gamanleikari L.R., Sigurður Magnússon, sig út af svið- inu eftir aðeins tveggja vetra starf og varð því miður ekki sá eini sem Bakkus átti eftir að bregða þar fyrir fæti.52 En helstu leiðtogar félagsins og aðal- leikendur fyrstu áratugina voru gallhart stúkufólk og héldu vafalaust með beinum áhrifum og fordæmi þessari tilhneigingu niðri. Með kynslóðaskipt- unum milli 1920 og 1930 breyttist ástandið hins vegar mjög til hins verra. Þó að ekki væru allir undir sömu sök seldir, voru undantekningarnar ekki svo margar, að nokkur ástæða sé til að ætla, að saga Gunnars hafi verið eitthvert einsdæmi. Að öðru leyti verður vitaskuld að hafa í huga, að stóryrði Gunnars eru mælt í mesta hita leiksins og hann eðlilega á nálum yfir afdrifum sinnar hjartfólgnu sýningar. Bendir flest til, að ástandið hafi skánað eftir þetta; a.m.k. hélt Gunnar alla samninga við L.R. og náði að sviðsetja tvo leiki, áður en hann sneri heim til Danmerkur í maíbyrjun. Báðir voru gamanleikir, ann- ar ffanskur, hinn enskur, og olli hvorugur neinum tímamótum í sögu ís- lenskrar leiklistar. Gagnrýnendur voru mun hrifnari af þeim fyrri, franska leiknum Varið yður á málningunni, en hinum síðari, kómískum þriller, sem nefhdist Allt er þá þrennt er.53 Ekki hafa geymst neinar umsagnir í bréfum Gunnars um þessar sýningar og því ekki ástæða til að staldra við þær hér. Gunnar kom ekki til starfa með L.R. næsta vetur, þó að það hafi bersýnilega komið til tals á einhverju stigi. Fimmtán ár iiðu frá því hann kvaddi ísland snemma í maí 1935, þar til hann sá fjöll þess rísa affur úr sæ sumarið 1950. Héðan fylgdu honum miklar þakkir og góðar óskir. Oddur Ólafsson, umsjónarmaður Iðnaðarmannahússins, þakkaði honum sérstak- lega með lítilli grein í Alþýðublaðinu og mælti þar fyrir hönd starfsmanna hússins. Talar hann þar um prúðmannlega framkomu Gunnars í daglegri umgengni og segir hann hafa átt gott erindi hingað til lands sökum hæfileika sinna og miklu mannkosta.54 L.R. hélt Gunnari veglegt samsæti á Hótel Borg áður en hann hélt á brott. Þar voru margar ræður haldnar og Gunnari gefinn að skilnaði fagurlega útskorinn askur, áletraður höfðaletri. Meðal veislugesta voru Halldór Kiljan og Indriði Einarsson, fulltrúar æskunnar og ellinnar í ís- lenskum bókmenntum. I þakkarræðu sinni lagði Gunnar að sögn Morgunblaðsins áherslu á, hversu samstarfið við L.R. hefði verið ánægjulegt og að hann færi héðan af landi burt fullviss þess, að íslenskir leikarar stæðu jafnfætis leikurum ná- grannalandanna. „Sagði hann að það væri reynsla sín á þessum stutta tíma, TMM 1998:4 www.mm.is 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.