Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 75
AÐ TJALDABAKl í WNÓ VETURINN 1934-35 Aðalvandinn var þó sá, að Leikfélag Reykjavíkur hafði ekki á að skipa leik- flokki sem gat með nokkru móti valdið slíkum verkefnum. Sá vandi hvarf ekki á fáeinum árum, allra síst í leikhúsi sem var jafn sundurþykkt sjálfu sér og Leikfélagið á þessum tíma. í doktorsritgerð minni, Geniet och vagvisaren, sem fjallar um listferil Stefaníu Guðmundsdóttur og starf L.R. fyrstu áratugi aldarinnar, sýni ég fram á, að liðsoddar hinnar fyrstu leikarakynslóðar héldu sig að öðru jöfnu innan mjög ákveðinna marka í persónusköpuninni.58 Hópurinn, sem starfið hvíldi að mestu leyti á, var lítill og leikhúsið varð ætíð að nota viðvaninga eða mjög reynslu- og getulítið fólk til uppfyllingar og stundum einnig í stærri hlutverk. Því er ljóst, að um heildstæðar sýningar samkvæmt nútímakröfum gat ekki orðið að ræða, alls ekki á fjölmennum verkum og varla á fámennari heldur. Aðstæður voru allar með þeim hætti, að óhugsandi var, að nokkur leikari næði að rækta með sér fjölhæfni skólaðs nútímaleikara. Allt var undir því komið að finna verkefni sem hentuðu leikendum sem týpum. Að þessu leyti var L.R. eins og hvert annað amatörleikhús. En það táknar ekki, að hinir bestu hafi ekki unnið af alvöru og einlægni. Ekkert er því til fyrirstöðu, að amatörar geti náð að skapa ágæta list á sviðinu, sé leikstjórn markviss og hlutverk hentug leikendum. Þetta gildir um amatörsýningar á öllum stöðum og tímum, og engin ástæða til að halda, að flokkur L.R. hafi verið undantekn- ing frá þeirri reglu. Hitt er svo annað mál, að leikararnir sjálfir þekktu ekki ætíð jafn vel sinn vitjunartíma. Vitaskuld bitnaði hirðuleysið, sem skapraunaði hinum danska gestaleikstjóra, að ekki sé minnst á plágu drykkjuskaparins, á listinni sjálfri. Menn kunna að hafa sýnt stórhug með bjástri sínu við Shakespeare, Pirand- ello og önnur heimsnöfn, en þeir gættu þess ekki, að slík umbylting kallaði bæði á þroskaðan leikflokk og þróaða sviðsetningarvinnu. Þeir reistu sér hurðarás um öxl og slíkt hefur aldrei kunnað góðri lukku að stýra í listinni. Það er varla fráleitt að hugsa sér, að ofmetnaðurinn hafi verið ein af kveikjum þess ófriðar, sem ríkti innan leikhússins þessi ár og lesendur hafa fengið nokkurn smekk af hér á undan - en það efni á þó íslensk leiklistarfræði eftir að skoða betur. f riti sínu íslensk leiklist heldur Sveinn Einarsson því fram, að „leik-/isf í nútíma skilningi“ hafi orðið til á íslandi á árunum frá 1890 til 1920.59 Undir þá kenningu get ég ekki tekið nema með miklum fyrirvörum. Leiklistin er svo erfið listgrein, gerir slíkar kröfur til iðkenda sinna, að mér virðist örvænt, að fáeinir áhugamenn hafi náð svo langt sem Sveinn hyggur á örfáum árum. Sú áferðarfagra mynd, sem hann dregur upp af helstu fulltrúum hinnar fyrstu leikarakynslóðar í seinna bindinu af íslenskri leiklist, er því að mínum dómi heldur ótrúverðug. Um yfirburði Stefaníu Guðmundsdóttur verður TMM 1998:4 www.mm.is 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.