Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Page 82
GYRÐIR ELÍASSON
erum það og það við. íslenskt borgarsamfélag er víst ekki eldra en svo. Nú er
Guðmundur reyndar einkennilegt sambland af alþýðuskáldi og „fáguðum
höfundi,11 en þetta tvennt þarf alls ekki að vera andstæður.
Guðmundur Frímann er einn þeirra fáu höfunda íslenskra sem hafa verið
jafnvígir á ljóð og sögur. Af samtíðarmönnum sínum er hann kannski einna
líkastur Ólafi Jóhanni Sigurðssyni að þessu leyti. Ólaf Jóhann mætti telja ís-
lenskan Thomas Hardy, og kemur þar margt til; samsvörun í náttúru-
lýsingum - náttúrumystík, áðurnefnd tök þeirra á tveimur ólíkum formum
(sem þó eru kannski skyldari en marga grunar), tregafull lífssýn, næstum
bölsýni á köflum í bland við sérstæðan, stundum dálítið þvingaðan húmor.
Alla þessa eiginleika mætti heimfæra upp á Guðmund Frímann, nema kímni
hans er óþvingaðri en hinna tveggja - og lífsstarf hans í síðum talið allmiklu
minna í sniðum. Enda þurfti hann lengst af að sjá fyrir sér og sínum með
öðrum störfum. í íjórtán ár, sem liðu milli tveggja bestu ljóðabóka hans, sótti
hann um starfslaun rithöfunda án þess að fá úthlutað. Á meðan kenndi hann
bókband og smíðar norður í landi, og liggur raunar eftir hann sígild bók á því
sviði; Kennslubók í bókbandi ogsmíðum. En hún verður ekki til umfjöllunar
hér, heldur skáldverk hans í lausu máli og bundnu, og einnig þýðingar. Áður
Guðmundur Frímann.
80
www.mm.is
TMM 1998:4