Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 88
GYRÐIR ELÍASSON 1971 birtir hann þriðja smásagnasafn sitt, Rósinafrá Svartamó. Einsog bent hefur verið á er það einkennandi fyrir nöfn á bókum hans hvernig rautt og svart kallast á, og svo myrkur og ljós. Það gæti verið verkefni fyrir táknfræð- inga að tengja þetta við innihald bókanna, lífstregann og dauðabeyginn, en það verður ekki gert hér. í Rósinni frá Svartamó eru nokkrar sögur sem standast samanburð við þær bestu í fyrri söfnunum tveimur, en í heildina tekið er yfirbragðið ekki eins jafnt, og viðfangsefni og efnistök að nokkru leyti kunnuglegri. Árið 1980 kemur svo síðasta ljóðabók hans, Draumur undir hauststjörnum, frumort ljóð og þýdd, m.a. eru þar afbragðs þýðingar á ljóðum eftir Thomas Hardy, Robert Louis Stevenson, Walter de la Mare, Gustaf Fröding og kínverska fornskáldið Tu Fu. Og loks, árið 1982, þegar hann skortir ár í áttrætt, gefur hann út síðasta smásagnasafn sitt, Tvœrfylli- byttur að norðan. Það er fljótsagt í fullri hreinskilni að sú bók hefði kannski verið „jafngóð óskrifuð,“ einsog einhver sagði um aðra bók. Titillinn segir undir eins sitt. Sá sem hafði alla tíð valið hljómmikil og ljóðræn nöfn á bækur sínar er hér kominn töluvert utanbrautar. Það jafnvægi sem hafði ríkt í sög- um hans milli glettni og alvöru er brostið. Gamansemin er ekki lengur sjálf- sprottin, og málið hefur glatað skýrum einfaldleika sínum. Aukþess eru um of endurtekin stef úr fyrri bókum, án þess að um skapandi endurtekningu sé að ræða. En þó nánast megi afskrifa þessa bók úr höfundarverki Guðmund- ar, standa eftir þrjú góð smásagnasöfn, og ein vel frambærileg skáldsaga. Og það er ekki svo lítið. Þess utan eru svo þrjár ljóðabækur, í fremstu röð í ljóða- gerð síns tíma, burtséð frá rími eða rímleysu - enda eru í raun engin skil þar á milli sem mark er takandi á. Bæði ljóð og sögur Guðmundar hafa birst í sýnisbókum íslenskra bók- mennta. Hann var auðvitað aldrei talinn til stóru spámannanna, og vildi heldur ekki telja sig spámann, vann hljóður að sínu. En skáldvar hann mörg- um fremur, hvort sem menn bera svo mælisnúrur að því heiti - og hrópa „stórt“ og „smátt“ eftir atvikum (aðallega þó eigin sálarástandi). Hann var einn þessara hógværu gullgerðarmanna sem óttast ekki nafnleysið, og laut yfir dularfull leturtákn að kvöldi við glætu lampans. í upphafi var hér vitnað til hendingar eftir gríska fornskáldið. Hún fýlgir sem tileinkun þýddu ljóði í Drautni undir Hauststjörnum. Þau orð eiga vel við Guðmund og skáldskap hans. Sjaldgæfri hlýju andar af síðum bóka hans, velvild til alls sem lifir - þær eru samfelld barátta gegn mætti dauðans. Og hann bjó í húsi við veginn, fjar- lægði sig aldrei lífinu. 86 www.mm.is TMM 1998:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.