Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Page 107
Kristján Kristjánsson Leiðinlegt er myrkrið Um póstmódernisma, framfarir, frjálslyndi - og tvígengil Þorsteins Gylfasonar* 1.Inngangur Það mætti halda að ég hefði ekki haft öðrum hnöppum að hneppa síðasta árið en að svara ádrepum á sjálfan mig í kjölfar greinaflokks um tíðaranda í aldarlok sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins á haustdögum 1997 og fjallaði aðallega um eymd póstmódernisma.1 Þótt skrif þessi hafi nú reynt mjög á hjáverkaþol mitt, og kurlað þann tíma sem ég hefði ella haft til verðugri við- fangsefna, kemst ég víst ekki hjá því að sýna eitthvert lífsmark í.kvittunar- skyni fyrir ritgerðina „Er heimurinn enn að farast?“ í 3. heffi Tímarits Máls og menningar (1998). Ádrepum „á sjálfan mig“, segi ég, fyrir þá sök að svo hefur mátt virðast sem öll gagnrýni á póstmódernisma hér á landi kristallaðist á einhvern hátt í per- sónu minni; það hefur ekki verið rætt um kosti og galla póstmódernisma heldur greinaflokks Kristjáns Kristjánssonar um póstmódernisma. Já, mikill er slagkraftur minn! Jafnvel mátti lesa í Morgunblaðinu, í viðtali við þekktan ff æðimann, að enginn gæti amast við póstmódernismanum á þann hátt sem ég gerði nema hann væri „að norðan og fyndinn í þokkabót".2 Og ég sem er fæddur á þeim suðlæga og öldungis ófyndna stað, Hveragerði. Ég hitti á vordögum þungbúinn málvin sem ekkert sagðist skilja í þessum ólátum út af skrifum mínum; þau væru ekki agnarögn frumleg heldur út- dráttur úr verkum annarra og þar að auki væri umræðan innflutt og höfðaði ekki til íslendinga. Munurinn á ádrepu vinarins og flestum öðrum sem á mér hafa hrinið er sú að þessi er að miklu leyti rétt. Ástæðan fyrir því að ég skrif- aði ekki í upphafi langa fræðilega ritgerð um póstmódernisma fýrir Tímarit Máls og menningar eða Skírnivar að mér þótti ég ekki hafa neitt nógu frum- legt um hann að segja. Ein fötlun mín er hins vegar sú að hafa óslökkvandi löngun til að uppfræða almenning um það sem er að gerast í fræðaheimin- um; mér hefur nýverið verið tjáð hér í tímaritinu að slíkt sé ekki annað en dulbúin forsjárhyggja.3 Hvað um það: Ég gerðist heimspekilegur blaðamað- ur um mánaðarskeið og skrifaði alþýðlegan greinaflokk þar sem ég dró sam- TMM 1998:4 www.mm.is 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.