Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 110
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Gunnars Páls virðist mér, af lestri greinar hans, ekki koma teygjanleik skil- greininga við heldur vera yfírgripsmikil vanþekking hans sjálfs á því sem skrifað hefur verið um póstmódernisma á síðustu árum. Þess verður ekki vart að hann hafi lesið staf eftir nokkurn póstmódernískan heimspeking né svo mikið sem drepið fmgri niður í þá umræðuhefð sem um póstmódern- ismann hefur skapast (að frátöldum skrifum okkar Ástráðs Eysteinssonar á íslandi og kaffistofuspjalli í Harvard-háskóla). Enn verra er að Gunnar Páll virðist (andstætt Þorsteini, frummynd sinni, ætla ég að vona) ekki heldur hafa lágmarksþekkingu á hefðbundinni stjórnmálaheimspeki síðustu 20 ára. Ég kem að því í 5. hluta. Hitt er annað mál hvernig best er að skýra flókin fyrirbæri. Gunnar Páll gæti þar ef til vill lært eitthvað af Þorsteini Gylfasyni sem kennir okkur að ein leiðin „til að öðlast skilning á orði eða hugtaki" sé „að hyggja að dærni eða dæmum sem orðið eða hugtakið á augljóslega við um“; hugtakaskýringar af því tagi séu kallaðar „ábendingarskilgreiningar".9 Leyfið mér fýrst að segja Gunnari Páli ögn til um póstmódernismann með þremur ábendingarskil- greiningum. 2.1. Fyrsta ábendingarskilgreining Gylfi Baldursson heyrnarfræðingur skrifaði fróðlega blaðagrein á síðast- liðnu sumri þar sem hann lýsir kuðungsígrœðslu, nýlegri aðgerð sem fer þannig fram að komið er fyrir rafskautum í innra eyra (kuðungi) heyrn- arlausra eða alvarlega heyrnarskertra. Tæki sem nemur hljóð líkt og hefð- bundið heyrnartæki sendir rafboð inn í kuðunginn og áfram eftir heyrnartauginni til heilans. Þessi grófu boð nægja flestum til þess að greina allvel talað mál. Nú eru að sögn Gylfa átta virkir notendur slíkra tækja á íslandi, þar af tvö börn. „Því miður“, segir Gylfi, „hefur staðið nokkur styr um það hvort rétt sé að framkvæma þessa aðgerð á börnum og hafa heyrnar- lausir víða um heim haldið því fram að ‘sérfræðingar’væru með aðgerðinni að grípa inn í tilveru ‘ófatlaðra’ barna sem tilheyrðu einfaldlega minni- hlutahóp sem ætti sér táknmál að móðurmáli. Þessi afskiptasemi leiddi óhjákvæmilega til lélegrar sjálfsmyndar, félagslegs ójafhvægis og jafnvel út- skúfunar.“10 Gylfi leggur ekki siðlegt eða læknisfræðilegt mat á kenningu tortryggjend- anna, umfram það sem lesa má út úr orðunum „því miður“. Staðreyndin er hins vegar sú að ýmsir þeir siðfræðingar sem hjúfra sig fastast að tísku tímans hafa tekið undir þessa kenningu. I nýlegri grein í tímariti sem fjallar urn heil- brigðissiðffæði skrifar R. A. nokkur Crouch að það sé meira en lítið áhorfs- mál hvort framkvæma eigi kuðungsígræðslu á börnum sem ekki hafi hafið máltöku.11 Ástæða hans er ekki sú að flest börnin fái ekki fullkomlega eðli- 108 www.mm.is TMM 1998:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.