Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 121
LEIÐINLEGT ER MYRKR/Ð Platón sá að sönnu hnignun í hverju horni en Aristóteles var til að mynda á öðru máli: Fyrir honum var öllum „verundum“ í blóð borinn efniviður og vaxtarafl til að raungera eðli sitt: Allt stefndi að auknu ágæti hvar sem var í náttúrunni og mannlífinu, í áttina að lokamarkinu (telos), „enda er tíminn fúndvís og góður samverkamaður í slíkum verkum.“ Jafnvel heimspekin, þegar hún var „ung“, hjalaði ógreinilega eins og barn. Þekkt er hugmynd Aristótelesar um þróun samfélagsins ffá íjölskyldu, um þorp og að borgríki sem heldur velli vegna hins góða lífs sem það styður og er þar innan seilingar.38 í fáum orðum sagt er Aristóteles dæmigerður framfarasinni sem beitir hugtökum hliðstæðum okkar (epidosis, accessió) um framþróun bók- vits, verksvits og siðvits. Hann trúði að sönnu ekki á „endalausar ff amfarir“; en ef það á að vera mælikvarði á framfaratrú þá voru aðrir fornaldarspeking- ar (svo sem Anaxagoras og Seneca) sem slíku trúðu.39 Póstmódernistar hafna því ekki aðeins að framfara sé að vænta heldur einnig að framfarir hafi orðið á nokkrum sviðum; þeir „afbyggja“ sjálft framfarahugtakið og ganga þannig lengra en nokkurn tímann von Wright (ég veit ekki um Gunnar Pál). Um þá eymdarheimspeki mætti skrifa langt mál. Það ætti að minnsta kosti ekki að vera þung raun að sannfæra okkur íslendinga um að ffamfarir hafi orðið jafnt í velsæld sem siðferði frá samfé- lagi Íslandsklukkunnarírim á ofanverða 20. öld. En sleppum slíkum augljós- um reyndarrökum; gefum okkur jafnvel að þau séu að stórum hluta ekki annað en happlaus einfeldni ímyndunarinnar. Eftir stendur sú skoðun, sem Kant kallaði nauðsynlega en ósannanlega forsendu virkrar skynsemi, að framfarir gœtu orðið: „Vonin um betri tíma, sem er sjálf forsenda þess að mannshjartað hafi nokkru sinni fundið hjá sér sanna hvöt til að stuðla að heill mannkyns, hefur ætíð mótað athafnir rétthugsandi fólks.“40 Hvar væru Stephan G. og Þorsteinn Erlingsson og hvers virði væri öll sið- fræðin - já, yfirleitt allt bollok okkar mannanna - ef ekki væri vonin um betri heim? 5. Frjálslyndi og Rawls Er þá röðin komin að eina umræðuefninu sem telja má verulega spennandi á mælikvarða nútíma alfaraleiðar-heimspeki. Forsagan er þessi: í greinaflokki mínum lagði ég áherslu á að skilja bæri á milli frjálslyndrar (,,liberal“) jjölhyggju (,,pluralism“) eða fjölmenningarstefnu („multicultural- ism“) annars vegar og hins vegar póstmódernísks afbrigðis hennar. Sam- kvæmt frjálslyndu fjölhyggjunni, sem meðal annars er orðin nokkurs konar opinber stjórnmálaheimspeki í Bandaríkjunum, eigum við að læra að sýna TMM 1998:4 www.mm.is 119
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.