Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Page 135

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Page 135
RITDÓMAR einnig til þess að hér er á ferð ein undir- tegund sjálfsævisögunnar; ævisaga skálds. Sjálfsævisögur fjalla oft á einn eða annan hátt um það að skrifa sjálfsævi- sögur og Guðbergur byrjar á því í aðfara- orðum eins og svo margir sjálfsævisögu- höfimdar á undan honum að setja okkur, lesendum, ramma, sem um leið að vera eins konar fagurffæðileg stefnu- skrá virkar einnig sem trygging gegn smásmugulegum athugasemdum um nákvæmni og sannleiksgildi atburðanna sem sagt er frá. Með þessari nýyrðasmíð fjarlægir hann sig frá hinni hefðbundnu íslensku ævisögu; „opinskáum" játn- ingabókum, viðtalsbókum og sendi- herrafrúm sem segja frá, og í raun frá sinni eigin viðtalsbók sem kom út fyrir nokkrum árum. I gegnum allt verkið er meðvitund um þann skáldskap sem er hluti af minninu og það skáldskaparferli að setja minningar á blað, því segist hann „leita að sögum sem ég veit að finnast ekki í sinni réttu mynd, enda hef ég aldrei týnt þeim heldur breytt; hins vegar verður að færa þær úr sínu eðlilega hug- læga efni í óeðlilegan búning málsins" (bls. 16). Verkinu er skipt í tvo þætti; sá fyrri í tveimur köflum og ívið lengri ber titilinn Faðir og móðir og sá seinni Dulmagn bernskunnar. í fýrri hlutanum fléttar hann eigin minningum saman við minningar foreldra sinna. I fyrsta kafla tengir hann smíði æskuheimilis síns og atvik úr lífi föður síns og í öðrum kafla segir hann undan og ofan af æsku móður sinnar. Seinni hlutinn samanstendur af sex stuttum þáttum um atvik úr bernsku hans, sem af ýmsum ástæðum hann velur til frásagnar. Þau eru á margan hátt bæði dularfull og mögnuð, sum lítt út- skýrð, önnur litlar allegóríur um skáld- skaparsýn hans. Minnishús Sagan hefst á því að hann og faðir hans leita báðir upphafsins. Guðberg langar að kaupa hús foreldra sinna, æskuheim- ilið, þegar faðir hans ákveður að flytja á heimaslóðir sínar. Þetta hús sem faðir hans byggði er áþreifanlegur minnis- varði um fortíðina, það geymir æsku hans alla og minnir á þau sterku tengsl minnis og rýmis sem hafa verið sjálfs- ævisöguhöfúndum hugleikin allt frá því Stendhal teiknaði skissur af minningum sínum. Þetta hús er í textanum eins konar minnishús, miðpunktur og kjöl- festa verksins, því flestar þær minningar sem Guðbergur skrifar um tengjast þessu húsi eða byggingu þess. En fýrst í stað er faðir hans alls ekki á því að selja honum húsið. Það er eins og Guðbergur sé að kaupa höfundarréttinn á fortíðinni og þeir þjarka um hvort það eigi nokkuð að halda þeirri fortíð til haga. Það er ekki fyrr en faðir hans flytur heim í þorpið sitt að hann sleppir hendinni af húsinu og öllum þeim tíma sem hann eyddi þar og Guðbergi er frjálst að gera þennan stað að sínum. Það má segja að þetta hús gegni því hlutverki sem Ijósmyndir þjóna oft í ævisögum: það er uppspretta minninga fyrir höfundinn og nákvæmar lýsingar á innviðum þess og útliti virka sem eins konar veruleikatenging fyrir lesandann sem hugsar með sér „þetta er til, svona var þetta“ rétt eins og þegar horft er á ljósmynd. En það er einnig til önnur mynd af þessu húsi. Guðbergur lýsir því að Scheving málaði mynd af því og segir: „í mínum augum var gildi þeirra svipað en hvors með sínum hætti: annað húsið var einungis fýrir augað, hitt fýrir okkúr til að eiga heima í og sofa þar. Aftur á móti gat maður haft hugann við hvort tveggja“ (bls. 105-6). Húsið og myndin af því eru jafn rétthá, rétt eins og mynd föður hans af fjallinu fyrir ofan þorpið hans sem alltaf fýlgir honum, jafnvel þegar hann er kominn í þorpið sitt og getur horft á fjallið út um gluggann, þá nægir honum samt myndin. Og Guð- bergur þegar hann skrifar sögu sína hefur hugann við hvort tveggja, ævi sína TMM 1998:4 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.