Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 5

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 5
5 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Kennslugreinar Arnþórs við líf- fræðiskor voru dýrafræði hrygg- dýra og hryggleysingja og svo sér- svið hans, fuglafræði. Fyrir tíma skjávarpanna nýttust teiknihæfileik- ar Arnþórs vel í kennslunni því hann teiknaði gjarnan fuglana beint á töfluna. Nemendur í fuglafræði- námskeiðinu fóru í vorleiðangra til að skoða og rannsaka fugla, fyrst í Breiðafjarðareyjar en lengst af á Látrabjarg. Þar lét Arnþór nemend- urna taka vaktir við að telja sjófugla sem ýmist komu að bjarginu eða héldu út á sjó í ætisleit. Arnþór laðaði fljótlega til sín hóp áhugasamra fuglaskoðara og upp- rennandi dýrafræðinga. Þegar kom að framhaldsnámi lögðu enda marg- ir úr þessum hópi fyrir sig dýrafræði. Nefna má Gísla Má Gíslason, Árna Einarsson, Hrefnu Sigurjónsdóttur, Sigurð Snorrason, Erlend Jónsson, Kristján Lilliendahl, Tómas Grétar Gunnarsson, Jón Einar Jónsson, Jón Baldur Sigurðsson, Guðmund Víði Helgason, Helga Guðmundsson og Árna Heimi Jónsson. Það er alltaf gott að leita til Arnþórs, hann er ráðhollur og dóm- greind hans óbrigðul. Arnþór minnir raunar dálítið á fugl – það má minn- ast þess þegar Magnús Magnússon kvikmyndagerðarmaður frumsýndi fyrstu Mývatnsmynd sína þar sem Arnþór sást reka álftir í girðingu og lítil dóttir Ólafs Karls Nielsens spurði upp úr eins manns hljóði: Af hverju er maðurinn að herma eftir fuglunum? En ef Arnþór væri fugl væri hann líklega örn – sá fugl sem svífur hátt og sér hið stóra samhengi hlutanna fyrir neðan sig. Árið 1971 hóf Arnþór rannsóknir á vistfræði Þjórsárvera, en um þær mundir stóð til að sökkva þeim undir virkj- unarlón. Stýrði hann hópi rannsókn- armanna sem vann þar til ársins 1976. Í Þjórsárverum fengu margir líffræðinemar þjálfun í rannsókn- arvinnubrögðum, m.a. Gísli Már Gíslason, Sigurður S. Snorrason, Árni Einarsson og Erling Ólafs- son. Arnþór er mikill áhugamaður um grös og gróður og þekkir allar plöntur. Hann stuðlaði að rannsókn- um á plöntuvistfræði Þjórsárvera er hann fékk til liðs við sig Þóru Ellen Þórhallsdóttur plöntuvistfræðing. Arnþór átti ásamt Agnari Ingólfs- syni einnig stóran þátt í rannsókn- um á fjörum og grunnsævi en þær þóttu nauðsynlegar vegna mats á áhrifum vegagerðar í fjarðarbotnum og vegna mats á mengun í Skerja- firði og Hvalfirði. Ýmis trúnaðarstörf hlóðust fljót- lega á Arnþór. Hann var m.a. skorar- formaður líffræðiskorar (1978–1980), deildarforseti raunvísindadeildar (1987–1989) og formaður rannsókna- námsnefndar deildarinnar. Arnþór var formaður Hins íslenska nátt- úrufræðifélags á árunum 1972–1976 og var gerður að heiðursfélaga árið 1998. Það er umhugsunarvert hve oft það verður hlutskipti náttúrufræð- inga að standa í fylkingarbrjósti þeirra sem vinna að náttúruvernd. Landskunnur stjórnmálafræðing- ur hélt því eitt sinn fram að þetta tvennt fylgdist að af þeirri einföldu ástæðu að náttúrufræðingar væru í fagi sínu vegna þess að þeir væru náttúruunnendur. Má það rétt vera, en aðeins að vissu marki. Sönnu nær er að margir náttúrufræðingar hafa næma tilfinningu fyrir hinu sér- stæða í náttúrunnar ríki og þeim viðkvæmu ferlum sem búa að baki. Arnþór er einn af þessum náttúru- fræðingum. Óbilandi áhugi hans á hinni lifandi náttúru, einkum fugl- um og búsvæðum þeirra, leiddi hann fljótt í framvarðasveit þeirra sem fundu sig knúna til að bregðast við vaxandi ánauð á náttúruperl- um landsins. Með fræðslu má slá á mesta óvitaskapinn og jafnvel afla sér liðsauka, en gegn græðginni eru stundum fá vopn önnur en að láta hart mæta hörðu. Arnþór hefur farið bil beggja, og með framsýni og þekkingu tryggði hann, innan vé- banda Náttúruverndarráðs, vernd- un margra viðkvæmra svæða með- an engin áform voru uppi um annað en hefðbundna nýtingu þeirra. Arnþór sat í Náttúruverndarráði langa hríð og var formaður þess í sex ár, 1990–1996. Á þeim tíma var tek- ist á um framtíð mikilvægra svæða á borð við Þjórsárver, Mývatn og Laxá, svo dæmi séu nefnd. Þar var Arnþór lykilmaður vegna yfirgrips- mikillar þekkingar sinnar. Náttúru- verndarráð var lagt niður stuttu eftir að Arnþór lét af formennsku en um það leyti voru náttúruverndarsjónar- mið orðin álþyrstum stjórnvöldum þyrnir í augum. Arnþór sneri sér aftur að rann- sóknum á fuglalífi Mývatns 1975 og þróuðust þær brátt í rannsóknir á flestum stofnum vatnaskordýra og andastofna, ásamt reglubundn- um mælingum á ýmsum umhverf- isbreytum. Aftur koma sömu sam- starfsmenn við sögu og höfðu verið með honum í fjörurannsóknum og Þjórsárverum, Gísli Már Gíslason, 1. mynd. Arnþór að safna burstaormum á leirunum í Grundarfirði í september 1972. Ljósm.: Gísli Már Gíslason 2. mynd. Arnþór hugsi yfir kaffibolla í Þjórs- árverum 1972. Ljósm.: Gísli Már Gíslason. 3. mynd. Arnþór ásamt samstarfsmönnum haustið 1972. Á myndinni með Arnþóri eru Sigurður Snorrason, Jóhann Pálsson og Erling Ólafsson. Ljósm.: Gísli Már Gíslason. 79 1-4#loka.indd 5 4/14/10 8:47:14 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.