Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 6

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 6
Náttúrufræðingurinn 6 Árni Einarsson, Sigurður S. Snorra- son og margir fleiri, sérstaklega líffræðinemar sem hófu grunn- og framhaldsnám eftir 1976. Þarna mótaði Arnþór í samvinnu við aðra vísindamenn, innlenda og erlenda, tilgátur um stofnbreytingar, sem síðan hafa verið prófaðar af honum og öðrum. Á áttunda áratugnum hallaði Arnþór sér æ meira að rannsóknum á sjófuglastofnum. Hófust þær með víðtækum talningum og merking- um í skarfabyggðum. Sjófuglarann- sóknirnar hafa orðið fyrirferðarmeiri eftir því sem liðið hefur á starfstím- ann og hefur hann nú áætlað stofn- stærðir nær allra bjargfugla á Íslandi og breytingar á þeim. Hefur Arn- þór flogið yfir allar sjófuglabyggðir landsins og myndað þær úr lofti. Við þær æfingar hefur hann átt farsælt samstarf við Úlfar Hennings- son flugstjóra. Helstu fuglabjörgin, þar á meðal Látrabjarg og Horn- og Hælavíkurbjörg, eru svo stór að hefðbundnum aðferðum fuglataln- ingamanna verður ekki við komið. Arnþór hefur því þurft að þróa nýj- ar aðferðir við fuglatalningar til að koma tölu á íbúa þeirra. Þær felast í því að renna flugvélinni á mörgum stöðum fram af bjargbrúninni og taka ljósmyndir á ská niður undan vélinni. Rannsóknir hans beinast nú að miklu leyti að því að finna skýringu á þeirri fækkun sem hefur orðið í sjófuglastofnum á landinu og hafa ýmsir fuglafræðingar, flestir þeirra fyrrverandi nemendur hans, lagt þar hönd á plóg. Arnþór er enn mjög virkur í rann- sóknum. Áhrifa hans gætir víða, m.a. í rannsóknum á fjörudýrum við landið, í rannsóknum á hálendisvist- kerfum, Mývatni og fuglabjörgum og eyjum í kringum landið. Ekki síst hafa áhrif hans verið í menntun stórs hóps dýra- og vistfræðinga, sem starfa við Háskóla Íslands og rann- sóknastofnanir bæði hérlendis og erlendis. Líffræðin er víðfeðm fræði- grein og eru líffræðingar sérhæfðir á afmörkuðum hluta síns sviðs, t.d. innan vistfræði. Arnþór hefur hins vegar ótrúlega breiða þekkingu og fáir þekkja íslenskt lífríki og nátt- úru jafnvel og hann. Arnþór býr yfir innsæi og næmi þess sem fylgst hef- ur með náttúrunni af sjálfsprottnum áhuga allt frá barnsaldri og dáðst að fjölbreytni hennar, og hann er knúinn áfram af löngun til að skýra flókin fyrirbæri hennar og gangvirki. Það er aðalsmerki sannra vísinda- manna. Arnþór er ekki bara fugla- fræðingur og sérfræðingur í bursta- ormum, vatnalífi og votlendi, hann er líka glöggur grasafræðingur. Arnþór hefur verið ötull við að birta rannsóknaniðurstöður sínar í erlendum og innlendum vísindarit- um og einnig að fræða almenning um náttúru landsins. Hann er fag- urkeri á íslenskt mál og kemur það vel í ljós í greinum sem hann hefur ritað í Náttúrufræðinginn og önnur fræðirit og bækur. Eftir hann liggur einnig ómetanlegt framlag á sviði náttúruverndarmála, sem komandi kynslóðir þurfa að standa vörð um. Gísli Már Gíslason, Árni Einarsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir 4. mynd. Arnþór að reka álftir í Neslandavík Mývatns sumarið 1978. Ljósm.: Magnús Magnússon. 5. mynd. Arnþór að undirbúa gömlu Hasselblad myndavélina sína fyrir myndatöku af sjó- fuglabyggðum í Skoruvíkurbjargi á Langanesi. Ljósm.: Haraldur Rafn Ingvason, júlí 1999. 79 1-4#loka.indd 6 4/14/10 8:47:23 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.