Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 10
Náttúrufræðingurinn
10
Talningin beinist því að karranum
eingöngu og gert er ráð fyrir að
allir óðalskarrar á talningasvæð-
inu sjáist, einnig að allir karrar séu
með óðul, að kynjahlutföll séu jöfn
í stofninum og að stofnbreytingar á
talningareitum gefi óskekkta mynd
af ástandinu á fálkarannsókna-
svæðinu.14,15
Hægt er að aldursgreina fullvaxn-
ar rjúpur á lit handflugfjaðra16 og
greint er á milli fugla á fyrsta ári og
eldri fugla. Þetta hefur verið notað
til að meta aldurshlutföll fyrir varps-
tofninn á fálkarannsóknasvæðinu.
Sýna er aflað með því að hirða
dauða fugla á víðavangi, við hreiður
fálka og hrafna (Corvus corax) og
eins að aldursgreina rjúpur sem
fangaðar eru til merkinga á vorin.
Til að meta viðkomuna hafa kven-
fuglar og ungar verið taldir síðsum-
ars og er það gert víðsvegar um
rannsóknasvæðið. Á þessum tíma
eru ungarnir auðgreindir frá full-
orðnum fuglum á stærð. Allir kven-
fuglar sem sjást eru taldir og allir
ungar. Við útreikninga er miðað við
að kynjahlutföll unga séu jöfn, einn-
ig að líkur á að finna kvenfugla með
eða án unga séu hinar sömu.15,17
Á rannsóknasvæðinu eru þekkt
82 hefðbundin fálkaóðul. Þessi óðul
eru heimsótt á vorin til að meta
ábúð. Út frá ummerkjum eru óðul
í ábúð flokkuð í þrjá hópa og sögð
vera setin af: (a) varppörum; (b)
geldpörum, þ.e. óðul þar sem engin
merki fundust um varp en fullorðið
par sást og/eða ummerki um til-
hugalíf (fiðurflekkir og nýgrafn-
ar hreiðurskálar); og (c) óþekktum
fálkum, þar sem aðeins sást stakur
fugl og engin ummerki um tilhuga-
líf fundust. Varppör eru síðan heim-
sótt einu sinni til tvisvar sinnum
yfir sumarið, fyrst þegar ungar eru
orðnir allstálpaðir og svo aftur, ef
hægt er að komast í hreiðrið, eftir að
NÍ-am2010
16°30'V
16°30'V
17°00'V
17°00'V
17°30'V
17°30'V
66°30'N
66
°3
0'
N
66°00'N
66
°0
0'
N
65°30'N
65
°3
0'
N
65°00'N 6
5°
00
'N
Vel gróið land, meira en hálfgróið –
Vegetation coverage more than 50%
Gróðurkort – Vegetation Map
Bersvæðisgróður, land hálfgróið eða
minna – Vegetation coverage 50% or less
Mosagróður – Moss heath
Mólendi, graslendi og ræktað land –
Heath, grassland and cultivated land
Birkiskógur og kjarr – Birch woodland
Votlendi – Wetland
25 km
Mý
vat
n
S
kjálfandafljót
Laxá
Húsavík
Jökulsá
á
Fjöllum
2. mynd. Fálkarannsóknasvæðið í Þingeyjar-
sýslum. Rjúpnatalningasvæðin eru merkt
með svörtum deplum. − The Gyrfalcon
study area in north-east Iceland. The Rock
Ptarmigan census plots are marked with
dots.
79 1-4#loka.indd 10 4/14/10 8:48:14 PM