Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 19

Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 19
19 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Náttúrufræðingurinn 79 (1–4), bls. 19–28, 2010 Agnar Ingólfsson Inngangur Sjávarfjaran er afar sérstakt búsvæði sem myndar rönd, yfirleitt mjóa, milli þurrlendis og sjávar. Vegna sjávarfalla er þessi rönd undir vatni (sjó) að meira eða minna leyti um flóð, en á fjöru má ganga hana þurrum fótum, en hvort tveggja er nokkuð háð því hvernig stendur á straumi. Þetta gerist að jafnaði tvisvar á sólarhring. Framundan fjörunni eru svo búsvæði sem að ýmsu leyti líkist fjörunni, þótt ekki komi þau upp úr sjó nema að hluta á allra mestu fjöru þegar stór- streymt er. Margar tegundir taka sér bólfestu á báðum svæðum. Eins og gefur að skilja er lífríki þessa búsvæðis mjög sérstakt og breytist að nokkru eftir sjávarföll- um. Um flóð eru hreyfanlegar sjáv- arlífverur oft áberandi.1 Um fjöru eru þær að mestu horfnar eða hafa leitað skjóls undir þangi eða stein- um, en hreyfanlegar landlífverur eru komnar í staðinn og fuglar þar mest áberandi,2 þótt ekki séu fuglar einráðir í þessum hópi. Kyrrsætnar tegundir, t.d. þörungar, geta sig auð- vitað hvergi hreyft og verða að þola aðstæður hvort sem er á flóði eða fjöru. Þessar tegundir eru að mestu bundnar fjörunni og er auðsætt að þær eru annaðhvort af landræn- um eða hafrænum uppruna. Stöku kyrrsætnar tegundir, landrænar og hafrænar, þrífast þó í fjörunni og/ eða neðan hennar og má nefna sem dæmi krækling (Mytilus edulis) og marhálm (Zostera marina). Hin ýmsu hæðarbil fjörunnar eru að sjálfsögðu mislengi í kafi eða ofan sjávar. Þetta veldur því að tegundirnar raða sér á fjöru eftir ákveðnu mynstri: þær sjávartegundir sem best þola þurrk finnast t.d. einkum efst í fjörunni o.s.frv. Samkeppni er hér einnig mjög ráðandi auk fleiri þátta. Þessa röðun tegunda á hæðarsvið fjör- unnar nefna menn oft beltaskipt- ingu. Þetta orð er þó ekki gallalaust, enda mynda ákveðnar tegundir sjaldnast skýrt afmörkuð „belti“. En hvert hæðarbil fjörunnar hefur sína sérstöku tegundasamsetningu, sem er að meira eða minna leyti frábrugðin tegundasamsetningu á öðrum hæðarbilum. Fjaran er á mörkum láðs og lagar, en ef uppruni tegundanna og stað- setning í fjöru, einkum þeirra kyrr- sætnu, er könnuð (hreyfanleg dýr færa sig oft um set innan fjörunnar eða koma og fara eftir sjávarföll- um3) kemur í ljós að hin eiginlegu mörk láðs og lagar liggja mjög hátt í fjörunni, þannig að vistfræðilega er fjaran að mestu leyti hluti sjávarins frekar en landsins.4 Náttúruverndargildi Fræðilegt gildi fjörunnar Áhrif eðlisþátta á samfélagsgerðir og einstakar tegundir er eitt af því sem auðveldast er að kanna í fjöru. Mörg vitneskjan um almenna vist- fræði á rætur sínar að rekja til fjöru- rannsókna,5 og hygg ég að fá önnur vistkerfi hafi lagt jafnmikið af mörk- um þar. Fræðilegt gildi fjörunnar er margvíslegt, ekki síst vegna þess hversu afmarkaður („samþjappað- ur“) fallandi umhverfisþátta í fjör- unni er. Þarna má með einföldum hætti, bæði með beinum athug- unum og tilraunum, kanna marg- vísleg samskipti milli tegunda, bæði neikvæð (t.d. samkeppni) og jákvæð (t.d. sambýli af ýmsum toga). Náttúruverndargildi fjörunnar er af margvígslegum toga. Fræðilegt gildi fjörunnar er mikið, og hafa rannsóknir á fjöru lagt stóran skerf til vist- fræðinnar sem fræðigreinar. Fjaran er mikilvægt fæðusvæði margra fugla og fiska, og útivistar- og fræðslugildi hennar er ómetanlegt. Hér verður einkum rætt um íslenskar fjörur, bent á sérstöðu þeirra og hvað það er sem gerir þær sérstaklega verðmætar. Rætt verður um það á hvern hátt umsvif mannsins hafa sett mark sitt á fjörur hér. Margar fjörur hafa farið forgörðum vegna þessara umsvifa, og gjalda ber varhug við framkvæmdum sem verið hafa í umræðunni nýlega og skert gætu fjörur verulega. Náttúruverndargildi íslensku fjörunnar og aðsteðjandi hættur 79 1-4#loka.indd 19 4/14/10 8:48:24 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.