Náttúrufræðingurinn - 2010, Síða 21
21
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
land. Hins vegar leikur meiri vafi á
því hvernig hin smávaxna krabbafló
Tigriopus brevicornis (5. mynd) barst
til landsins. Hún fannst fyrst hér við
land árið 2003,6 þótt hennar hafi tals-
vert verið leitað áður. Þessi krabbafló
hefur síðan fundist víða um land.
Hún heldur sig í fjörupollum efst í
klapparfjörum, þar sem hún getur
verið talsvert áberandi ef mikið er af
henni, eins og oft er. En ekki verður
útilokað með öllu að mönnum hafi
yfirsést hún þar til 2003.
Hvað sandrækju varðar vill svo
heppilega til að ákveðinn leiruskiki
í grennd við Reykjavík, Blikastaða-
leira, hefur verið kannaður nokkuð
reglulega allt frá 1971. Sandrækju
varð þar fyrst vart árið 2004 og þá í
talsverðum mæli.23 Er komið þarna
kjörið tækifæri til þess að kanna
hvort rækja þessi hafi áhrif á lífrík-
ið. Erlendis er sandrækja víða talin
helsti afræningi skarkolaseiða, sem
halda sig mikið á fjöruleirum og
mjög grunnu vatni á fyrsta ári.26
Önnur tegund sem er sennilega
tiltölulega nýkomin til landsins er
sagþang (Fucus serratus) (6. mynd);
a.m.k. hefur tegundin aukið út-
breiðslusvæði sitt mikið á síðustu
öld en hún fannst hér fyrst um þar-
síðustu aldamót.27 Útbreiðslusvæði
tegundarinnar er þó enn bundið
við suðvesturhluta landsins. Sam-
anburður svæða þar sem sagþang
er ríkjandi tegund við aðlæg svæði,
þar sem aðstæður eru svipaðar en
tegundina vantar, getur gefið vís-
bendingar um áhrif sagþangsins á
samfélagsgerðir í þangfjörum.28
Komið hefur í ljós að í kjölfestu-
vatni skipa leynist oft lífríki af ýms-
um gerðum, og geta margar teg-
undir lifað lengi í skipum.29,30 Þar
sem kjölfestuvatn er losað komast
þessar lífverur, oft langt að komnar,
út í náttúruna. Hérlendis virðist þó
algengara að íslenskur sjór sé fluttur
sem kjölfestuvatn til erlendra hafna
fremur en öfugt, þar sem skip koma
hingað oftast fullfermd. Ekki er
þetta þó einhlítt. Álitið hefur verið
að flutningur lífvera milli landa sé
gríðarlegur með kjölfestuvatni.
Það vekur óneitanlega nokkra
furðu hversu tegundafjölbreytt líf-
ríki í íslenskum fjörum er, þrátt fyrir
einangrun landsins. Ef bornar eru
saman grýttar fjörur með svipuð
hitaskilyrði hérlendis og í Noregi,
kemur í ljós að um 95% tegunda í
Norður-Noregi finnast einnig hér,
en 100% íslenskra tegunda eru einn-
ig í Noregi.31 Þessar tölur byggjast á
stærri dýrum (makrófánu) eingöngu,
en lausleg könnun bendir til þess að
hlutföllin séu ekki ósvipuð hjá þör-
ungum. Leiðin til Íslands frá Evrópu
hefur því verið ótrúlega greið.
Meðal þeirra 5% norskra dýrateg-
unda sem ekki hafa komist til Ís-
lands eru tvær sérlega athyglisverðar,
þ.e. mararhetta (Patella vulgata) og
fjörudoppa (Littorina littorea), en hún
komst þó hingað á fyrra hlýskeiði.32
Þessar tvær tegundir eru einna
mikilvirkustu þörungaætur fjörunn-
ar þar sem þær dvelja, sú fyrrnefnda
einkum við Evrópustrendur en hin
síðarnefnda vestanhafs, þótt hún sé
einnig algeng í Evrópu.33 Þar sem
íslenskar fjörur eru sérstakar að því
leyti að þær eru lausar við báðar
5. mynd. Krabbaflóin Tigriopus brevornis
fannst fyrst 2003 en er nú algeng um land
allt. Dýrið er um 1,2 mm á lengd og eru
þá „spjótin“ sem aftur úr dýrinu standa
ekki talin með. – The copepod Tigriopus
brevicornis, first discovered in 2003 but
is now common on all coasts. Ljósm./Photo:
Gunnar Þór Hallgrímsson.
4. mynd. Sandrækja Crangon crangon,
fannst fyrst hérlendis 2003 en er nú algeng
sunnanlands og -vestan. – Brown shrimp
Crangon crangon, first disvovered in 2003
but is now common in the south and west.
Ljósm./Photo: Höskuldur Björnsson.
6. mynd. Sagþang Fucus serratus, varð einn af ríkjandi þörungum á stórum svæðum
suðvestanlands á síðustu öld. – Toothed wrack Fucus serratus, became one of dominant
algae in large areas in the southwest during previous century. Ljósm./Photo: María Björk
Steinarsdóttir.
79 1-4#loka.indd 21 4/14/10 8:48:38 PM