Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 23
23 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags landsins að öllu óbreyttu, ef árósar og önnur lágseltusvæði eru undan- skilin. Niðurstöður, byggðar á gögn- um sem aflað var áður en nákuðung- ur settist að á Austurlandi, benda til þess að alhæfa megi nokkuð út frá hinum staðbundnu tilraunum hvað varðar hrúðurkarl og krækling, þar sem þessar tegundir eru algengast- ar þar sem báða afræningja vantar. Þangdoppan virðist aftur á móti takmarkast fyrst og fremst af fæðu- framboði, þ.e. magni þangs. Þá skal þess getið að hverir finn- ast allvíða í fjörum hérlendis. Rann- sóknir á fjörusamfélögum þessara hverasvæða væru afar áhugaverðar. Þegar hafa hverir verið nýttir til þess að kanna lífeðlisleg áhrif hitastigs á fitjafló (Orchestia gammarellus)36 (3. mynd) og til rannsókna á áhrifum hitastigs á lífsferla og tímgun þess- arar tegundar.37 Útbreiðsla íslenskra fjörudýra (þ.e. makrófánu) hefur verið kortlögð nokkuð ítarlega og skipulega.38 All- margar tegundir hafa hér takmark- aða útbreiðslu og ná þær nær allar útbreiðslumörkum sínum í átt að svalari sjó. Því er tiltölulega hægur vandi að fylgjast með breytingum á útbreiðslu tegunda, t.d. vegna loftslagshlýnunar, með athugunum á fjörudýrum. Það auðveldar kort- lagningu að fjaran er nálægt því að vera línulegt búsvæði. Gildi fjörunnar sem fæðu- og uppeldissvæðis Engum dylst hversu mikla þýðingu fjörur hafa sem fæðusvæði margra fugla. Sumar tegundir, einkum svo- nefndir fargestir, fuglar sem hafa viðkomu á Íslandi á leið til varp- stöðva (t.d. rauðbrystingur, mar- gæs), bera það varla við að fá sér æti annars staðar. Þótt flestir fuglar sæki í fjöruna þegar lágsjávað er, eru aðrar tegundir, einkum æðar- kollur með unga, sem nýta sér hana óspart um flóð. Hentar það senni- lega ungunum vel að tína bobba og önnur smádýr af þangi sem rís upp um flóð, án þess að þurfa að kafa að ráði.39 Um íslenskar fjörur sem uppeld- istöðvar fiska og annarra sjávardýra er minna vitað. Þótt lengi hafi verið þekkt að skarkolaseiði héldu sig á leirum og grunnu vatni á fyrsta ári hefur þessu verið lítill gaumur gefinn fyrr en nýlega.40 Svipaða sögu má segja um hrognkelsaseiði á fyrsta ári, en þau hafa reynst algeng í fjörupollum (Bjarni K. Kristjánsson og Agnar Ingólfsson, óbirt gögn). Ufsaseiði ganga líka upp í fjörur í ætisleit á flóði (Agnar Ingólfsson, óbirt gögn) og líklegt að það eigi einnig við um aðra fiska, svo sem þorsk. Fræðslugildi fjörunnar Líf í íslenskum fjörum er nánast í „fullu fjöri“ allan ársins hring, þótt vissulega sýni margar tegundir árs- tíðasveiflur. En dvali, a.m.k. með- al fjörudýra, er sjaldgæft fyrirbæri, ólíkt því sem gerist á landi með- al hryggleysingja jafnt og plantna. Af þessu leiðir að skoða má með árangri lífheim fjörunnar á hvaða árstíma sem er. Kanna má t.d. hvern- ig mismunandi tegundir raða sér á fjöruna og athuga hin margvíslegu sambönd milli lífvera. Jafnvel um miðjan vetur má finna marflær sem hafa parað sig til undirbúnings fyrir tímgun. Ein tegund marflóa, ljósafló (Anonyx sarsi), finnst nær eingöngu í fjörunni að vetrarlagi. Þetta er hrææta og oft er gríðarlegur fjöldi af henni.1 „Gallinn“ er hins vegar sá að ljósaflóin kemur aðeins upp í fjöruna að næturlagi og verða því fæstir varir við hana. Auðvelt er þó að útbúa gildru til að fanga hana, t.d. plastsívalning (með innfellda trekt á öðrum endanum) sem tjóðraður er í fjörunni að kvöldlagi og tekinn upp að morgni. Í gildrunni þarf að vera agn, t.d. fiskbiti. Það eykur mjög á fræðslugildi fjörunnar að hún er partur af sjón- um (sbr. að ofan), sem annars er lítt aðgengilegur mönnum. Margar grunnsævistegundir flækjast upp í fjöruna í einhverjum mæli og marg- ar fjörutegundir eiga sér nána ætt- ingja á grunnsævi. Fyrir börn á öllum skólastigum eru fjöruferðir bæði spennandi og afar fræðandi (og langflestir skól- ar landsins eru við sjávarsíðuna). Þegar fjöruferð er skipulögð þarf að líta á sjávarfallatöflur (gefnar út af Sjómælingum Íslands) til þess að kanna hvenær háfjara dagsins er. Mestur árangur næst þegar stór- streymt er, því þá kemur meira af fjörunni upp úr sjó en ella. Athuga skyldi að fjöruferðir eru ekki hættu- lausar (sjá „Lögmál fjörulallans“41) og varast ber að sitja fastur með hóp barna á hólma eða skeri sem aðeins er gengt út í um fjöru. Útivistargildi fjörunnar Margir hafa af því gaman að rölta um fjörur og skoða það sem fyr- ir augu ber, bæði lifandi lífverur (ekki síst fugla) og alls kyns upp- rek. Sumar leirur eru taldar með bestu skeiðvöllum landsins og óspart notaðar af hestamönnum, en líklegt er að áhrifin á lífríkið séu frekar neikvæð. Allir geta verið sammála um að sumar fjörur geti verið fallegar, litskrúðugar og jafnvel tignarleg- ar. Þörungar sýna öll blæbrigði grænna, brúnna og rauðra lita og á það einnig við um dýrin, sem að auki geta verið marglit, eins og t.d. þangdoppur. En sumum finnst brúnar þangfjörur e.t.v. ekki mjög spennandi að sjá tilsýndar. Ég minnist þess enn þegar einn ágætur aðstoðarmaður minn stóð á góðum útsýnisstað við Breiðafjörð og varð að orði: „mikið er nú Breiðafjörð- urinn fallegur á flóði“, en á fjöru breytist ásýnd fjarðarins mjög. 10. mynd. Hrúðurkarl Semibalanis bala- noides, ein af eftirlætisfæðutegundum nák- uðunga. – The acorn barnacle Semibalanus balanoides, one of the favorite foods of dog- welks. Ljósm./Photo: Agnar Ingólfsson. 79 1-4#loka.indd 23 4/14/10 8:48:47 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.