Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 29

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 29
29 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Helgi Hallgrímsson Náttúrufræðingurinn 79 (1–4), bls. 29–36, 2010 Á sjötta áratug síðustu aldar var náttúruvernd lítið til umræðu og næstum einskorðuð við friðlýs- ingu lands eða dýra, og skiln- ingur almennings var í lágmarki. Undirstöðugrein hennar, ökológían (e. ecology), hafði verið að mót- ast í Bretlandi og Bandaríkjum á millistríðsárunum, aðallega tengd samspili dýra við umhverfi sitt, en var naumast orðin til í núverandi formi og litla kennslu var að fá í þeirri grein við háskóla í Evrópu. Á íslensku hlaut hún heitið vistfræði um 1970.1 Stofnendur Sambands íslenskra náttúruverndarfélaga (SÍN) voru flestir náttúrufræðingar, sem lögðu vistfræðilegan skilning til grundvallar starfsemi þeirra og boð- uðu skynsamlega notkun á auðlind- um náttúrunnar, eða það sem nú kallast sjálfbær nýting. Hugmyndir Íslendinga um verndun náttúru voru að ýmsu leyti sérstakar og tóku gjarnan mið af eyðingaröflum náttúrunnar, sem hvarvetna blasa við augum, og þá ekki síst hinni geigvænlegu eyðingu jarðvegs og gróðurs sem hér hefur átt sér stað. Í hugum margra var náttúruvernd fyrst og fremst gróð- urvernd, þar með talin landgræðsla og skógrækt, en lög um það efni höfðum við fengið 1907. Svo hafa menn deilt um það hvor eigi meiri sök á eyðingunni, náttúran eða mað- urinn og búfé hans, en nú telja flestir að báðum sé um að kenna. Þáttaskil um 1970 Kringum 1970 urðu veruleg um- skipti í viðhorfum Íslendinga til verndunar náttúru, sem næstum má líkja við byltingu. Til þess lágu ýmsar ástæður. Bylgja náttúruvernd- ar hafði risið í grannlöndum okkar á sjöunda áratugnum, í kjölfar bókar Rachel Carsons: Silent spring (1962) sem út kom á íslensku 1965, Raddir vorsins þagna.2 Árið 1970 var tileink- að málefnum náttúruverndar af Evrópuráðinu. Árið 1972 sendi breska tímaritið The Ecologist frá sér kverið A blueprint for survival og sama ár kom út í New York bókin Limits to Growth, sem báðar voru þýddar á íslensku (Heimur á helvegi 1973,3 Endimörk vaxtarins 19744). Sú síðar- nefnda innihélt niðurstöður Rómar- klúbbsins svonefnda, sem starfaði á árunum 1968–1970 og kynnti fram- tíðarspá miðað við óbreytta stefnu, sem ekki var álitleg. Árið 1974 kom út bókin Vistkreppa eða nátt- úruvernd eftir Hjörleif Guttormsson5 sem hlýtur að teljast grundvallarrit náttúruverndar á Íslandi. Þar var í fyrsta skipti gerð grein fyrir megin- atriðum vistfræðinnar á íslensku og fjallað um virkjunarmál og stór- iðju í víðu samhengi, auk margs konar fróðleiks um náttúruvernd á Íslandi og erlendis. Árið 1975 birt- ist svo fyrsta kennslubók í vistfæði á íslensku, Almenn vistfræði, eftir Ágúst H. Bjarnason grasafræðing.8 Það sem þó reið baggamuninn hérlendis voru fyrstu verulegu átök vegna fyrirhugaðrar stórvirkjunar í Laxá í Þingeyjarsýslu, sem upp- hófust 1969 og leiddu til mikilla Á árunum 1969–1974 urðu þáttaskil í náttúruvernd á Íslandi með stofnun samtaka almennings um verndun náttúrunnar í öllum landshlutum og landssambands þeirra (SÍN) 1975, ásamt stofnun félagasambandsins Land- verndar 1969. Landshlutafélögin störfuðu af krafti fram til um 1985, en eftir það fór að draga verulega úr starfsemi þeirra, og nokkur þeirra lögðust nið- ur. Á síðustu árum hafa sum verið endurreist og ný félög hafa komið til sög- unnar, aðallega á Suðvesturlandi. Hér verður gerð nánari grein fyrir stofnun og starfsemi SÍN-félaganna, sem telja má að hafi markað upphaf nútíma náttúruverndar á landi voru, en eru nú í þann veginn að falla í gleymsku. Þáttaskil í náttúruvernd á Íslandi um 1970 og starfsemi náttúruverndarsamtaka 79 1-4#loka.indd 29 4/14/10 8:48:52 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.