Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 2010, Side 33
33 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags tölvu á síðustu árum og leiðrétt þær. Auk þess fékk Náttúruverndarráð frumrit eða afrit þeirra allra, með ljósmyndum og kortum sem þeim fylgdu, og ættu þau nú að vera í Umhverfisstofnun í Reykjavík – ef þau eru ekki týnd. Fyrirspurn þar- aðlútandi hefur ekki verið svarað! Náttúruverndarstofa: Þar sem formaður SUNN var jafnframt for- stöðumaður Náttúrugripasafnsins á árunum 1969–1973 hlaut starfsemi þess að mótast nokkuð af félagsstarf- inu og oft var þetta meira og minna samtvinnað. Samtökin höfðu frá upphafi aðstöðu í safninu og 1975 var útbúin þar sérstök skrifstofa fyrir náttúruverndarmál og nefnd Náttúruverndarstofa. Lagði SUNN henni til síma og ýmis skrifstofu- tæki. Árin 1974–1977 var Hörður Kristinsson forstöðumaður safnsins og vann undirritaður þá mest við málefni náttúruverndar, einkum við könnun og skráningu náttúruminja. Rannsóknir: Náttúrugripasafnið tók að sér ýmsar rannsóknir sem tengdust verndun náttúru Norður- lands beint eða óbeint, m.a. á lífríki Laxár og Mývatns og fleiri vatna 1971–1972, og á jarðvegslífi 1969– 1975, sem þá töldust til nýjunga hér á landi. Í því skyni var komið upp rannsóknastofu á bænum Björk í Mývatnssveit og rannsóknastöðinni Kötlu á Árskógsströnd, sem hafði til umráða stórt hús á Víkurbakka, þar sem höfundur bjó 1966–1975 og hægt var að hýsa hópa náttúrufræð- inga. Flestir komu þeir frá nærliggj- andi ríkjum og fengust við margs konar rannsóknir á sjó og landi, en Katla var fyrsta stöð af þessu tagi hérlendis. Af þessum rannsóknum spratt m.a. bókarkverið Veröldin í vatninu.15 Týli – tímarit um náttúrufræði og náttúruvernd – hóf göngu sína 1971, útgefið misserislega af Nátt- úrugripasafninu á Akureyri í sam- vinnu við Bókaforlag Odds Björns- sonar. Þar var vistfræðin fyrst kynnt á íslensku og iðulega fjallað um efni sem SUNN hafði á dagskrá sinni, t.d. í sérhefti um vatn og vatnalíf 1973 og votlendisvernd 1978. Einnig birti það fréttir af mál- efnum náttúruverndar. 15 árgangar komu út af Týli áður en það gaf upp öndina 1985. Mannvirkjamál: Eins og áður var getið lenti SUNN strax í upphafi í eldlínu Laxárvirkjunarmálsins og mótaði það starfsemi samtakanna fyrstu árin. Á árunum 1974–1975 hafði félagið nokkur afskipti af fyrir- hugaðri stórvirkjun Blöndu. Í álykt- un fulltrúafundar 1975 var bent á þau miklu verðmæti, í formi vel gróins votlendis, sem færu forgörð- um við þá virkjun á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiðum. Náttúrufars- könnun sem Náttúrugripasafnið annaðist fyrir Orkustofnun á virkj- unarsvæðinu 1976 staðfesti þetta álit. Hins vegar voru skoðanir heima- manna mjög skiptar og engin sam- staða myndaðist í héraði gegn henni. (Nánar í bók Helga Baldurssonar: Lýðræði í viðjum valds16.) Einnig sendu samtökin frá sér álitsgerð- ir um Kröfluvirkjun, fyrirhugaðar virkjanir í Jökulsám Skagafjarðar (Villinganesvirkjun), Skjálfandafljóti (Íshólsvirkjun) og Jökulsá á Fjöllum (Dettifossvirkjun). Árið 1976 voru opinberaðar hug- myndir um byggingu álbræðslu á vesturströnd Eyjafjarðar. Stjórn SUNN og fulltrúar félagsins í Eyja- firði lýstu eindreginni andstöðu við þá fyrirætlan og sendu frá sér ýtar- lega greinargerð um málið, og þess var ekki langt að bíða að mörg önn- ur félög og samtök ályktuðu í sama dúr. Náttúrugripasafnið stóð fyrir sérstakri könnun á svæðinu frá Ak- ureyri til Árskógsstandar og samdi um hana ýtarlega skýrslu fyrir Stað- arvalsnefnd um iðnrekstur.17 Þar var sýnt fram á að náttúrufar lands og lagar í Eyjafirði, sem og búskapur og sjósókn, myndi bíða óbætanlegt tjón af álveri á þessum stað. Síðan hefur þessi álvershugmynd lítið látið á sér kræla og er vonandi úr sögunni. Ennfremur hefur SUNN varað við olíuleit og borun eftir olíu á hafs- botni úti fyrir Norðurlandi. Loks má nefna að samtökin komu að nýlagn- ingu vega á Norðurlandi og tveir af stjórnarmönnum þeirra voru um tíma fulltrúar Náttúruverndarráðs í samstarfsnefndum um vegamál. Önnur náttúruverndar- samtök og samband landshlutafélaga Stofnun SUNN varð áhugamönn- um um náttúruvernd í öðrum landshlutum hvatning til að setja á fót sams konar félög. Árið 1970 bættust við Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST), stofnuð 13. september á Egilsstöðum. Hjörleifur Guttormsson líffræðingur, þá kenn- ari í Neskaupstað, var aðalhvata- maður að stofnun þeirra og stýrði þeim í langan tíma. Náttúruvernd- arfélag Reykjavíkur og nágrennis var 2. mynd. Skoðunarferð um Aðaldal í tengslum við aðalfund SUNN, 2. september 1978. Þorgeir Jakobsson útskýrir jarðsögu dalsins. Ljósm.: Helgi Hallgrímsson. 79 1-4#loka.indd 33 4/14/10 8:49:00 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.