Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 34

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 34
Náttúrufræðingurinn 34 stofnað 15. maí 1971, að frumkvæði Ágústs H. Bjarnasonar kennara og grasafræðings, en hlaut síðar nafnið Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands. Vestfirsk Náttúruverndarsamtök voru stofnuð á höfuðdag 1971 í Flóka- lundi, af Finni Torfa Hjörleifssyni, Náttúruverndarsamtök Suðurlands 9. júní 1973 á Hvolsvelli, með Stefán Bergmann kennara á Laugarvatni í fararbroddi, og loks Náttúruvernd- arsamtök Vesturlands á Hvanneyri 4. maí 1974, að frumkvæði Magnúsar Óskarssonar kennara þar. Þar með spönnuðu náttúruvernd- arfélögin allt landið. Þau höfðu frá upphafi náið samband sín á milli. Árið 1973 var komið á fót árlegum samráðsfundum og 23. mars 1975 stofnuðu þau formlegt Samband ís- lenzkra náttúruverndarfélaga (SÍN). Sambandið efndi til kynningarviku í Norræna húsinu í Reykjavík 15.– 22. apríl 1977, þar sem hvert félag var með eigin veggmyndasýningu, einnig samtökin Landvernd. Erindi voru haldin á hverju kvöldi. SÍN fékk aðild að Alþjóða náttúruvernd- arsamtökunum (IUCN) og tók þátt í samstarfi náttúruverndarfélaga á Norðurlöndum. Fundur fram- kvæmdastjóra þeirra var haldinn á Stóru-Tjörnum 20.–23. júní 1977 í boði SÍN og Landverndar. Fyrr í sama mánuði var alþjóðleg ráðstefna um umhverfismál í Reykjavík. Starfsemi landshlutasamtakanna var æði misjöfn og fór það eftir áhuga stofnenda og fyrstu formanna hversu mikil hún varð og hvers eðl- is. Sumir þeirra gengu fljótlega úr stjórnum og dofnaði þá starfsemin. Einna fjölbreyttust varð hún á Norð- urlandi, eins og þegar var getið, og á Austurlandi, þar sem Hjörleifur Guttormsson var við stjórnvölinn í áratug. Hann hafði m.a. byggt upp Náttúrugripasafn í Neskaup- stað, komið mikið við sögu félags- mála á Austurlandi og mótað stefnu Alþýðubandalagsins í iðnaðar- og orkumálum. Árið 1972 var Hjörleifur kosinn í Náttúruverndarráð og sat þar til 1978. Á þeim tíma beitti hann sér m.a. fyrir stofnun samstarfsnefndar um Lagarfossvirkjun, sem vann mikil- vægt starf við mótun hennar og verndun fljótsins. Árið 1974 sendi hann frá sér bókina Vistkreppa og náttúruvernd, sem fyrr greinir. Árið 1978 var Hjörleifur kosinn á Alþingi og varð þá strax ráðherra iðnaðar- mála í tveimur ríkisstjórnum, 1978– 1979 og 1980–1983. Þá lenti hann í þeirri erfiðu stöðu að stýra virkjunar- og stóriðjumálum, m.a. að leiða Blönduvirkjunarmálið til lykta og leggja á ráðin um Fljótsdalsvirkjun. Á því tímabili gat hann ekki starfað í náttúruverndarsamtökum, en tók aftur upp þráðinn 1984 og hefur allt fram á þennan dag verið skeleggasti baráttumaður fyrir verndun náttúr- unnar, eins og alþjóð er kunnugt. Árið 1987 flutti höfundur frá Akureyri í Egilsstaði og tók sér fyrir hendur að kanna náttúrufar á Héraði og skrásetja náttúruminjar, m.a. á vegum NAUST. Afrakstur þeirrar vinnu er Náttúrumæraskrá Fljótsdalshéraðs,18 sem verið er að gefa út. Auk þess lenti ég brátt í hringiðu virkjunar- og stóriðjumála á Austurlandi og sat í stjórn NAUST 1999–2002, á þeim tíma er Fljótsdals- virkjun og síðan Kárahnjúkavirkjun, með tilheyrandi álveri í Reyðarfirði, voru í brennidepli. Þá kom það m.a. í minn hlut að semja athugasemd- ir við skýrslur um umhverfismat framkvæmdanna, skrifa blaðagrein- ar og ritstýra sérblöðum af tímarit- inu Glettingi um þetta efni. Vestfirsku náttúruverndarsamtökin störfuðu líka vel fyrstu árin og gáfu meira að segja út prentað ársrit, sem nefndist Kaldbakur, á árunum 1972–1978. Þau útbjuggu farandsýn- ingu á veggspjöldum og stóðu fyrir margs konar fræðslu. Árið 1981 fengu þau Guðmund Pál Ólafsson náttúrufræðing til að ferðast um fjórðunginn í því skyni að kanna og skrá náttúru- og söguminjar. Reyndar gengu öll samtökin í það verkefni að skrásetja náttúruminjar í umdæmum sínum og koma upp skrám yfir þær, en að baki þeim lá mismikil rannsóknavinna. Upp úr 1980 datt starfsemi sumra samtaka niður og síðan hafa að- eins SUNN og NAUST starfað að nokkru ráði, þó með minni krafti en áður, og reyndar lá SUNN nokkur ár í dvala. Samband íslenskra nátt- úruverndarfélaga er orðið nafnið tómt, enda tókst aldrei að koma á fót fastri aðstöðu fyrir það né heldur ráða launaðan starfsmann. Raunar tók Landvernd að nokkru leyti við hlut- verki þess, enda voru landshluta- félögin aðilar að þeim samtökum og sendu fulltrúa á aðalfund þeirra. Samstarf við Landvernd fór vaxandi eftir að hún tók að sinna almennum náttúruverndarmálum meira en í upphafi. Auk þess gat Landvernd launað framkvæmdastjóra og staðið undir rekstri skrifstofu í Reykjavík, sem hún gerir enn. Vestfirsk nátt- úruverndarsamtök voru endurreist á Ísafirði 5. apríl 2008 og hafa sett sér metnaðarfull markmið. Helsta baráttumálið verður væntanlega að andæfa áformum um olíuhreins- unarstöð á Vestfjörðum, sem hafa verið á döfinni. Ný náttúruverndarsamtök Viss endurnýjun átti sér stað á 10. áratugnum; þá komu fram ný félög og samtök sem beittu sér af alefli fyr- ir verndun náttúrunnar, og má sér- staklega nefna Náttúruverndarsamtök Íslands, sem Árni Finnsson stofnaði 1997 og veitir enn forystu af mikl- um dugnaði. Félagar eru flestir í Reykjavík og nágrenni og þar hafa þau rekið skrifstofu. Sama ár var stofnað Félag um verndun hálendis Austurlands á Egilsstöðum, einkum til að andæfa stórvirkjunum á Norð- austurhálendinu. Þessi félög hafa verið harðari en gömlu náttúru- 3. mynd. Moldarlíf á veggspjaldi SUNN á kynningu í Norræna húsinu vorið 1997. 79 1-4#loka.indd 34 4/14/10 8:49:02 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.