Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 2010, Page 35
35 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags verndarsamtökin, í afstöðu sinni til einstakra stórframkvæmda, einkum vatnsvirkjana og tilheyrandi stór- iðju, en þau mál hafa brunnið mjög á landsmönnum síðasta áratug. Nátt- úruverndarsamtök Íslands hafa látið sig alþjóðlega náttúruvernd miklu skipta, svo sem loftslagsmál, og boð- ið stjórnvöldum byrginn á ýmsan hátt. Hófsamari afstaða var tekin af Umhverfisverndarsamtökum Íslands sem stofnuð voru 29. jan. 1999 að frumkvæði Steingríms Hermanns- sonar fv. ráðherra o.fl. Þau störfuðu í 2–3 ár og beittu sér fyrir nokkr- um ráðstefnum, en runnu svo inn í Landvernd. Ennfremur hafa risið upp óformleg samtök í tengslum við stóriðjuframkvæmdir á Suður- og Suðvesturlandi, t.d. Sól í Hval- firði og Sól á Suðurlandi, og samtök listafólks gegn Kárahnjúkavirkjun (Ljóðahópurinn). Draumalandið: sjálfs- hjálparbók handa hræddri þjóð eftir Andra Snæ Magnason kom út í mars 200619 og náði strax slíkri metsölu að ótrúlegt má teljast. Er ekki fjarri lagi að hún hafi valdið straum- hvörfum í viðhorfum Íslendinga til náttúruverndar, sem og samnefnd heimildarmynd eftir eftir Þorfinn Guðnason og Andra Snæ Magnason sem frumsýnd var í apríl 2009. Á sviði stjórnmála hefur Vinstri hreyfingin – grænt framboð, undir for- ystu Steingríms Sigfússonar, verið einörðust allra flokka í að verja nátt- úru landsins fyrir stórvirkjunum og stóriðju. Árið 2006 var komið á fót samtökum í Reykjavík, er nefn- ast Framtíðarlandið, með þátttöku fólks úr öllum flokkum, og veturinn 2007 ákváðu þau að ganga til liðs við Ómar Ragnarsson fréttamann og efna til framboðs til Alþingis, en hann hafði nokkru áður gerst skel- eggur baráttumaður gegn stóriðju- stefnu stjórnvalda. Við kosningar um vorið náði flokkur Ómars ekki tilskildum lágmarksfjölda atkvæða (5%) og kom því ekki manni á þing. Náttúruvernd hins opinbera Hin opinbera náttúruvernd tók stakkaskiptum á síðasta áratug 20. aldar. Miklar vonir voru bundnar við stofnun umhverfisráðuneytis, sem Hjörleifur o.fl. höfðu lengi barist fyrir á Alþingi og var loks stofnað árið 1990. Fyrstur til að gegna því embætti varð Júlíus Sólnes, bekkjar- bróðir okkar Hjörleifs úr M.A. Það hefur þó lengst af haft veika stöðu gagnvart öðrum stjórnarstofnunum og oft verið fulltrúi málamiðlunar eða undanlátssemi. Með breytingu á lögum um nátt- úruvernd 1996 var Náttúruvernd ríkisins komið á fót og tók hún að mestu við hlutverki Náttúruvernd- arráðs, sem þá varð aðeins ráðgef- andi nefnd. Eftir það fór ráðið að taka eindregnari afstöðu gegn stór- iðjuáformum en stjórnvöldum þótti hæfa og var það því lagt niður með lagabreytingu 1999. Árið 2003 tók Umhverfisstofnun við starfsemi Náttúruverndar ríkisins, sem síðan hefur verið svið í þeirri stofnun og lítið látið að sér kveða. Eitt af hlut- verkum Umhverfisstofnunar er að gera náttúruverndaráætlun til fimm ára. Sú fyrsta leit dagsins ljós 2003. Þar er lagt til að 77 svæði á landinu verði friðlýst, aðallega til að tryggja verndun fágætra tegunda dýra og plantna. Margar þessara tillagna eru lítt raunhæfar. Aðeins eitt svæði hafði verið friðlýst 2007. Fyrstu lög um umhverfismat tóku gildi 1. maí 1994 og hafði Skipu- lag ríkisins (skipulagsstjóri) umsjón með framkvæmd þeirra. Miklar deil- ur urðu um það hvort lögin ættu að gilda um Fljótsdalsvirkjun, sem veitt var lagaheimild fyrir 1982. Stjórn- völd töldu hana undanþegna mati og að tími gæfist ekki til að fram- kvæma það. Niðurstaðan varð sú að Landsvirkjun og Alþingi stóðu fyrir eins konar umhverfismati haustið 1999. Eftir hinn sögulega úrskurð Skipulagsstofnunar um Kárahnjúka- virkjun 1. ágúst 2001, þar sem lagst var gegn fyrirliggjandi virkjunartil- högun, þótti ráðamönnum sýnt að breyta yrði lögunum; það var gert 2005 og síðan er úrskurður Skipu- lagsstofnunar aðeins ráðgefandi. Þar með hafði ráðuneyti umhverf- ismála, þ.e.a.s. ríkisstjórnin, fengið alla þræði náttúruverndar í sínar hendur og það er nú undir flokks- pólitískum línum og duttlungum ráðherra komið hvernig úr þeim spilast. Þessi makalausa þróun hef- ur átt sér stað á sama tíma og mikið er rætt um nauðsyn aukins lýðræð- is og valddreifingar. Ástæðan var einkum stóriðjuvæðing Íslendinga, sem stjórnvöldum var annt um að hrinda í framkvæmd. Lokaorð Engin algild skilgreining er til á hug- takinu náttúruvernd og ekki fjarri lagi að hver og einn hafi sína sér- stöku skoðun á því. Sumir vilja jafn- vel snúa því við og tala um ‚mann- vernd‘ í staðinn. „Það er ástæðulaust að bjarga jörðinni, hún er fullfær um að bjarga sér sjálf. Það þarf ekki að vernda náttúruna náttúrunnar vegna, maðurinn hefur engin tök á að breyta neinu sem máli skiptir fyrir þróun hennar og sögu,“ ritar Guðmundur E. Sigvaldason, og Arn- þór Garðarsson tekur í sama streng: „… í framkvæmd er náttúruvernd aðeins fyrir fólk, fyrir okkur sem nú lifum og fyrir næstu kynslóðir.“20 Þetta viðhorf getur orkað tvímælis. Við erum á góðri leið með að stór- skemma vistkerfi jarðar, breyta loft- hjúpi hennar, og útrýma fjölda líf- verutegunda. Í versta falli gæti svo farið að hún yrði lífvana á yfirborði eins og plánetan Mars, sem endur fyrir löngu virðist hafa búið lífver- um nothæft umhverfi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að finna algilda mæli- kvarða á verndargildi lands. Við- mið líf- og vistfræðinga eru iðulega allt önnur en gengur og gerist hjá almenningi og ganga m.a. út á líf- magn, fjölbreytni og fágæti tegunda og vistkerfa, sem ekki er augljóst og þarfnast rannsóknar. Þetta viðhorf verður stundum einstrengingslegt, t.d. þegar fágæt mosategund er lát- in ráða úrslitum. Þá er viðhorf jarð- fræðinga oft nokkuð á skjön við álit líffræðinga og skoðanir almennings. Eins og fyrr var getið voru feg- urð og fjölbreytni landslags lögð til grundvallar við skráningu náttúru- minja á vegum SÍN-félaganna. Sá 79 1-4#loka.indd 35 4/14/10 8:49:02 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.