Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 37

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 37
37 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Jón S. Ólafsson Náttúrufræðingurinn 79 (1–4), bls. 37–44, 2010 Ritrýnd grein Samfélög smádýra í tjörnum Votlendi, tjarnir og smávötn eru án efa ein gróskumestu vistkerfi ferskvatns. Þar fer saman mikil framleiðsla og mikill fjölbreytileiki fánu og flóru. Tjarnir og votlendi á heiðum uppi eru talin gegna veigamiklu hlutverki í grósku vatna á láglendi. Á þetta benti Arnþór Garðarsson í grein sem hann skrifaði í tímaritið Týli fyrir rúmum þrjátíu árum og nefndi Vistfræðileg flokkun íslenskra vatna.1 Þrátt fyrir að víða hafi verið sýnt fram á mikilvægi tjarna og votlendis sem hluta af heild vatnasviða, þá er vitneskja okkar um tjarna- vistkerfi hérlendis enn fremur brotakennd. Árið 2002 var gerð undirbún- ingsrannsókn á þremur tjarnavistkerfum á hálendi og einu á láglendi með það að meginmarkmiði að kanna fjölbreytileika smádýra innan og milli landsvæða sem einkennast af mismunandi hæð yfir sjó, gróðurþekju og berggrunni. Rannsókninni var ætlað að vera undirbúningur fyrir víðtæka og kerfisbundna úttekt á tjarnavistkerfum hérlendis með áherslu á hálendis- tjarnir. Þeirri rannsókn er nú nýlega lokið og verða niðurstöður hennar kynntar síðar. Svæði þau sem forkönnunin náði til voru Þorskafjarðarheiði, Holtavörðuheiði og Þúfuver auk láglendistjarna sem voru í votlendi við Hríshólsvatn innst í Berufirði í Reykhólahreppi. Sýnatökur fóru fram síð- ari hluta júlí 2002 og náðu til u.þ.b. 20 tjarna innan hvers svæðis, nema við Hríshólsvatn þar sem ekki náðist að taka nema sex tjarnir með í könnunina. Helstu niðurstöður voru að krabbadýr er sá hópur smádýra sem víðast hvar var ríkjandi. Nokkur munur var á milli svæða hvaða tegundir/hópar voru ríkjandi. Á Þorskafjarðarheiði voru rauðdílar (Diaptomus-teg.) og augndílar (Cyclops-teg.) ríkjandi en ranaflóin (Bosmina coregoni) var ríkjandi smádýr í flestum tjarnanna á hinum svæðunum. Fjölbreytileiki tjarnafánunnar var álíka mikill á öllum hálendissvæðunum, einna mestur þó á Þorskafjarðar- heiði. Þar munaði mikið um fjölbreytt samfélög rykmýs en alls fundust 18 tegundir/hópar rykmýs í tjörnunum á Þorskafjarðarheiði í samanburði við 7–12 á hinum svæðunum. Minnstur var fjölbreytileikinn í láglendistjörn- unum við Hríshólsvatn. Yfirleitt var breytileiki á fjölda tegunda/hópa meiri innan svæða en á milli svæða. Glögg skil voru á milli tjarnaklasa hvað smá- dýrasamfélög varðar. Inngangur Óhætt er að segja að vistkerfi á landi séu um margt háð votlendi og tjörnum, t.a.m. með því að hafa áhrif á viðstöðu og hringrás vatns, uppsöfnun og miðlun næringarefna, ásamt því að auka líffræðilegan fjöl- breytileika einstakra svæða.2 Þar með geta votlendi og tjarnir verið uppspretta orku og næringarefna sem aðliggjandi vistkerfi njóta góðs af, t.d. ár á láglendi.1,3 Þannig má líta á votlendi og tjarnir á heiðum uppi sem uppsprettu orku og nær- ingarefna fyrir margar helstu lax- veiðiár landsins.3 Einkennist vatna- svið þeirra gjarnan af votlendi og vel grónum heiðum. Skil milli stöðuvatna og tjarna eru óljós en segja má að til tjarna teljist lítil og grunn vötn þar sem vindur nær ekki að róta upp botn- seti,4 en oft er eingöngu miðað við flatarmál í þessu samhengi.5 Tjörn- um má skipta í tvo flokka: stöð- ugar tjarnir (e. permanent ponds), þar sem vatn er til staðar allt árið, og hverfular tjarnir (e. temporary ponds), þar sem tjarnarbotninn þornar upp tímabundið.6,7 Innan beggja þessara 79 1-4#loka.indd 37 4/14/10 8:49:03 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.