Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 2010, Blaðsíða 38
Náttúrufræðingurinn 38 flokka má oft finna fjölbreyttan vatnagróður og gróskumikil sam- félög hryggleysingja. Hér á landi er að finna um 7.000 smávötn og tjarnir (0,01–0,1 km2).5 Þessi tala gefur ekki aðeins til kynna mikinn fjölda tjarna og smávatna því sam- anlögð þekja þeirra er einnig mikil, eða áætluð um 100 km2.5 Þekking á vistkerfum straum- og stöðuvatna á Íslandi hefur aukist mikið á síðustu árum, einkum að því er varðar útbreiðslu og magn lífvera ásamt efna- og eðlisþáttum sem móta þessi vistkerfi.3,8 Tjarnir mynda sérstök afmörkuð vistkerfi víða um land. Oft eru þær dreifð- ar í mörgum smáum einingum og mynda einskonar mynstur. Hér á landi hafa tjarnavistkerfi lítið verið rannsökuð á kerfisbundinn máta eða út frá vistfræðilegum forsendum. Tiltækar upplýsingar um lífríki tjarna eru í flestum til- vikum byggðar á rannsóknum í tengslum við mat á umhverfisáhrif- um virkjana9,10,11,12,13,14 eða á svæð- isbundnum athugunum.15,16,17,18,19 Gróðurfar í votlendi og þar á meðal í tjörnum hefur nokkuð verið rannsak- að20,21,22 og ítarlegar gróðurfarsrann- sóknir hafa farið fram í Þjórsárver- um.23 Nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar á eðlis- og efnafræði- legum eiginleikum tjarna og um- hverfisþátta í mótun þeirra lífveru- samfélaga sem þar má finna, einkum smádýra. Upplýsingar um líffræði smádýra og uppbyggingu smádýra- samfélaga í tjörnum og votlendi eru af skornum skammti. Á þetta hafa margir innlendir fræðimenn bent, ekki síst í ljósi þess hversu mikilvæg smádýr eru sem fæða fyrir votlend- isfugla.24,25 Auk þess er mikilvægt að árétta að töluverð röskun hefur átt sér stað á votlendi hér á landi, einkum á láglendi21,26 í tengslum við búskap en einnig á hálendi og þá aðallega tengd vegagerð eða virkjun vatnsafls.27 Röskun á vot- lendi hefur leitt til þess að fjöldi tjarna og smávatna hefur horfið. Sem mótvægi við þessa skerðingu skipaði landbúnaðar- og umhverf- isráðherra árið 1996, að tilhlutan Fuglaverndarfélags Íslands, svo- kallaða votlendisnefnd sem hafði meðal annars það hlutverk að gera tilraunir með endurheimt votlendis. Í þessari nefnd átti Arnþór Garð- arsson sæti ásamt fleiri mætum mönnum. Á starfstíma nefndarinn- ar (1996–2006) voru endurheimtar mýrar, tjarnir og vötn á 15 svæðum víðsvegar um landið.28 Víða erlend- is hefur einnig verið gripið til þess að endurheimta tjarnavistkerfi eða skapa skilyrði fyrir ný til að auka líf- fræðilegan fjölbreytileika á afmörk- uðum landsvæðum. Samfara því hefur þekking á tjarnavistkerfum aukist til muna.29 Tjarnavistkerfi eru þekkt fyrir að vera lífauðug, þar fer saman mikill þéttleiki og fjölbreytileiki smádýra. Rannsóknir hafa leitt í ljós að ýmsir umhverfisþættir, m.a. eðlis- og efna- fræðilegir, ásamt þéttleika og stærð tjarna, eru mikilvægir til að skýra fjölbreytileika og samfélagsmynstur sem sjá má í tjörnum.29,30,31 Stephen A. Forbes nefnir í riti sínu The lake as a microcosm [Stöðuvatnið sem örvist] að líta megi á stöðuvatn sem heim út af fyrir sig:32 Það skapar lítinn heim, örvist, þar sem öll grunnöfl eru að störfum og leikrit lífsins heldur áfram af fullum krafti, en á svo litlum skala að hugurinn nær utan um það.a Sumarið 2002 fór fram forkönn- un á smádýrasamfélögum í tjörnum víða um landið sem undirbúningur fyrir yfirgripsmeiri rannsóknir á tjarnavistkerfum landsins þar sem áhersla yrði lögð á vistkerfi tjarna á hálendinu. Rétt þykir að árétta að með smádýrum er einungis átt við stærri hryggleysingja á borð við krabbadýr, skordýr og lindýr. Í forkönnun þeirri sem hér verður til umfjöllunar var í megindráttum um tvær einfaldar spurningar að ræða: 1) hversu mikill breytileiki er á smádýrasamfélögum í tjörnum innan svæða? og 2) endurspeglar breytileiki í samfélögum smádýra landfræðilega legu tjarnanna? Aðferðir Val tjarna til sýnatöku innan hvers svæðis var tilviljanakennt. Stuðst var við loftmyndir af svæðunum, tjarnir númeraðar og valdar með slembiúrtaki eða sýni tekin úr öll- um tjörnum á fyrirfram ákveðnum sniðlínum. Miðað var við að tjarn- irnar væru innan við 0,1 km2 að stærð en í örfáum tilfellum voru þær stærri. Við hverja tjörn var háfað úr vatnsyfirborði, innan um botngróð- ur og rétt yfir tjarnarbotni í a.m.k. fimm mínútur. Sýnin voru tekin með skaftháfi, net háfsins var með 160 µm möskvum og var skaft háfs- ins u.þ.b. tveggja metra langt. Hiti, sýrustig og leiðni var mæld í hverri tjörn. Flatarmál lítilla tjarna var mælt á staðnum en flatarmál stærri tjarna var mælt af loftmyndum. Smádýr úr hverju sýni voru talin og greind til tegunda eða ættkvísla. Einnig voru allir púpuhamir rykmýsins greindir, en þeir fljóta í vatnsborði tjarnanna og gefa ágæta mynd af þeim mýteg- undum sem klöktust út dagana fyrir sýnatöku. Fjölbreytileiki innan tjarna var fenginn með því að reikna sk. Shan- non-fjölbreytileikastuðul (H’). Því hærra gildi sem fæst (H’) því meiri er fjölbreytileiki innan tjarnar.33 s H´ = –� pi ln pi i=1 s: fjöldi tegunda pi: hlutfallslegur fjöldi hverrar tegundar í hverri tjörn reiknað sem ni / N ni: fjöldi hverrar tegundar N: heildarfjöldi einstaklinga í hverri tjörn Til að meta skyldleika einstakra svæða eða tjarna m.t.t. tegunda/ hópa sem þar fundust var notast við DCA-hnitun (Detrended Cor- respondence Analysis) og notað til þess tölfræðiforritið CANOCO 4.5.34,35 Svæðin sem rannsóknin náði til voru: Þorskafjarðarheiði (TSK), votlendi við Hríshólsvatn innst í Berufirði í Reykhólahreppi (HRS), Holtavörðuheiði (HLT) og Þúfuver í Þjórsárverum (THV). Þau a It forms a little world within itself, a microcosm within which all the elemental forces are at work and the play of life goes on in full, but on so small a scale as to bring it easily within the mental grasp (Stephen A. Forbes 1887:77). 32 79 1-4#loka.indd 38 4/14/10 8:49:03 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.