Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 50

Náttúrufræðingurinn - 2010, Qupperneq 50
Náttúrufræðingurinn 50 rituvarpið í Flatey ár frá ári og náði hámarki 1989 en hefur dalað síðan og var nánast horfið 2008. Í skerinu Klofningi (nr. 25) í Svefn- eyjalöndum hélst varpið mikið til svipað frá 1975 og a.m.k. til 1997 en ritum snöggfækkaði er komið var fram á 21. öld, með lágmarki árið 2008 (6. mynd). Ekki ólík framvinda hefur átt sér stað í rituvarpinu í hólmanum Hrólfskletti (nr. 29) við Flatey (7. mynd). Þaðan eru til heldur sam- felldari talningar en úr flestum öðr- um rituvörpum á Breiðafirði. Há- marksfjöldi var árið 1989 en síðan hefur varpið dalað lítillega og var minnst 2007. Í næsta nágrenni við Flatey er einnig eyjan Sýrey ásamt Sýreyjar- flögu sem nú er löngu runnin saman við Sýrey. Þar hófst rituvarp árið 1985 og síðan hefur stærð þess verið skráð nær árlega. Í þessu varpi hefur sést enn einn framvinduferillinn í breiðfirskum ritubyggðum. Frá upp- hafi byggðarinnar fjölgaði hreiðrum jafnt og þétt til 1996 en síðan hefur varpið staðið í stað með smásveifl- um (8. mynd). Eitt stærsta rituvarp á Breiðafirði er í skerinu Klofningi við Flatey en þar hefur verið talið nokkuð oft síðan 1975 (9. mynd). Þróun varps- ins er að formi til lík þeirri sem átti sér stað á Flatey sjálfri, fyrst aukn- ing til 1991 en síðan fækkun með nokkrum sveiflum eftir árum, þó ekki eins afgerandi og í Flatey. Enda þótt stutt sé á milli flestra ofangreindra rituvarpa er athyglis- vert hve framvinduferill varpanna hefur verið mismunandi yfir sama tímabil. Engu að síður hefur ritu- varpi hnignað í öllum vörpunum, nema í Sýrey, sé litið til margra síð- ustu ára eftir fyrri uppgang. Þremur vörpum tók að hnigna um 1990, þar af einu 1997 (Svefneyja-Klofningur), öðru um svipað leyti (Lundaklett- ur) og fjölgun stöðvaðist í því þriðja (Sýrey/Sýreyjarflaga). Mun fleiri dæmi eru til um einstök rituvörp, en almennt má draga þá ályktun að fækkunin sem kom fram í heildar- talningunum hafi hafist löngu fyrir 2005–2007. Miðað við skráðar upplýsingar hefur fækkað mest í Elliðaey við Stykkishólm og varpið byrjað að dala löngu fyrir 1993. Árið 1968 voru áætluð þar um 5.700 hreiður20 en um 6.000 hreiður 1979 (Trausti Tryggvason, munnl. uppl.).4 Ná- kvæm talning 1993 leiddi í ljós tæp- lega helmingi færri hreiður. Virðist fjöldi hreiðra hafa verið ofáætlaður 1968 og 1979 og fækkunin því ekki eins mikil og tölur segja til um. Talan frá 1968 var aðeins ágiskun byggð á siglingu meðfram Elliða- eyjarbjargi, að sögn Árna Waag Hjálmarssonar sem var með í för. Áætlunin 1979 var mun nákvæmari enda talið af brún þar sem hægt var. Hins vegar sést ekki ofan í bjargið á norður- og norðausturhlið svo athugandi áætlaði fjölda hreiðra á fermetra og margfaldaði með áætl- uðu flatarmáli þess bjargveggjar sem ekki sást. Matið virðist hafa verið of hátt því tölurnar úr þeim hlutum varpsins í Elliðaey, Hesthöfða og Ytri-Dyrhólma sem unnt er að telja með góðu móti af landi voru mjög svipaðar niðurstöðum 1993 og benda til lítilla breytinga frá 1979. Að auki taldi Ásgeir Árnason, sem hafði áratugalanga reynslu af veið- um í eynni, að rituvarp hefði lítið breyst í Elliðaeyjarbjargi 2–3 áratugi fyrir 1994. Eina merkjanlega breyt- ingin hafi verið að rituhreiðrum fækkaði á einu svæði norðvestan í eynni vegna vatnsaga. Ásgeir tók einnig eftir lítilsháttar aukningu í Hesthöfða og landnámi rita í Innri- Dyrhólma 1990 eða 1991. Trausti Tryggvason, sem hefur áratuga reynslu af fuglalífi Breiðafjarðar, taldi 1994 að rituvarp í Elliðaeyj- arbjargi hefði ekkert breyst nema ef vera skyldi að hreiðrum hafi fjölg- að lítillega. Rituvarpið í Elliðaey virðist því hafa haldist mikið til óbreytt frá því um 1970 og allt til um 1990 en dregist mikið saman upp úr því. Vörpin í Lati og Stagley hafa einn- ig tekið nokkrum breytingum. Árið 1975 voru álitin um 350 hreiður í Lati,8 en 1982 var varpið komið nið- ur í 107 hreiður og 36 hreiður 1991 (Kristinn H. Skarphéðinsson, munnl. uppl.). Árið 1994 hafði fjölgað á ný í 192 hreiður. Fyrstu tölur úr Stagley eru frá 1975, þegar þar voru um 50 hreiður 21. maí en um 100 fjórum dögum síðar (Trausti Tryggvason, munnl. uppl.). Sumarið 1982 var varpið horfið en síðan myndaðist það aftur. Árið 1993 voru þar 37 hreiður og óx varpið í 124 árið 2004 en dalaði síðan í 72 hreiður árið 2006.2 Ritubyggðir innst á Breiðafirði, í Ásmóðarey við Skarðsströnd og Klakkeyjum í mynni Hvammsfjarð- ar, hafa átt í vök að verjast. Tiltæk gögn sýna að rituvarp hefur verið í þessum eyjum sum ár en önnur ekki. Nokkur rituhreiður voru í Dímonarklökkum (sem eru tveir hlutar sömu eyju) sumarið 1973 eða 1974 (Jón Dalbú Ágústsson, munnl. uppl.). Nokkurt varp var þar um mánaðamót maí–júní 19758 en 13. júlí sama ár var byggðin horfin (Trausti Tryggvason, munnl. uppl.). Árið 1980 var ekkert varp í Dímonarklökkum, ritur urpu þar aftur sumarið 198721 en svo var byggðin yfirgefin enn á ný árið 1993. Svipaða sögu er að segja úr Ásmóðarey. Þar var ekkert rituvarp árið 1952,22 eitthvað af hreiðrum 1980 en engin 1982.4,6 Árið 1985 voru svo hundruð hreiðra en varp hvorki 1986 (Steinólfur Lárusson, munnl. uppl.) né 1994 (ÆP óbirt). Aldur og myndun ritubyggða Nokkuð tilviljanakennt er hve langt aftur í tímann heimildir ná um stofnsetningu og tilvist ein- stakra rituvarpa. Þó er vitað að sumar ritubyggðir á Breiðafirði eru aldagamlar en aðrar orðnar til á 20. öld, sumar jafnvel ekki fyrr en á 21. öld. Tiltækar upplýsingar um ald- ur breiðfirskra varpa eru dregnar saman í 2. töflu. Af 65 breiðfirskum rituvörpum voru aðeins 10 örugglega til fyrir aldamót 1900 en að líkindum tvö til viðbótar (Klofningur og Kirkjuklett- ur í Flateyjarlöndum). Helst eru til gamlar heimildir um rituvörp á sunnanverðum firðinum en það 79 1-4#loka.indd 50 4/14/10 8:49:50 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.